Tucker Carlson hættir hjá sjónvarpsstöðinni FOX

frettinErlent, FjölmiðlarLeave a Comment

Samkvæmt fréttatilkynningu frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox hefur þáttastjórnandinn Tucker Carlson hætt störfum hjá fréttastöðinni.

Þessar fréttir koma í kjölfar nýlegrar sáttar milli Fox og kosningafyrirtækisins Dominion Voting Systems (DVS), þó að sérstök ástæða hafi ekki enn verið gefin fyrir brotthvarfi Carlsons frá stöðinni. DVS höfðaði meiðyrðamál Fox fyr­ir að halda því fram að for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020 hefði verið stolið.

At­hygli hef­ur vakið að í lok síðasta þátt­ar Carl­son, sem sýnd­ur var þann 21. apríl síðastliðinn, kvaddi Carl­son áhorf­end­ur eins og hann yrði aft­ur mætt­ur á skjá­inn í dag mánu­dag. Virðist því að skyndiákörðun hafi verið um að ræða.

Tucker sem er vinsælasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.

Skildu eftir skilaboð