Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsstyk fyrir hælisleitendur sem kjósa sjálfviljugir að snúa heim. Reglugerðardrögin eru í samráðsgátt stjórnvalda.
Um er að ræða breytingu á fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem synjað hefur verið um dvöl hérlendis eiga rétt á.
Breytingunum er ætlað að hvetja til þess að útlendingar hlíti niðurstöðu stjórnvalda um að fara úr landi, enda dvelji viðkomandi útlendingar ólöglega í landinu, eins og lesa má í skýringum í samráðsgáttinni.
Í nýju reglugerðinni er að finna klausu þessi efnis ef útlendingur ákveður að fara úr landi áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar styrkurinn. Þannig getur fullorðinn útlendingur fengið allt að 3000 evrur, sem eru u.þ.b. 450 þúsund krónur ákveði hann að hverfa úr landi áður en úrskurðað hefur verið í máli hans.
Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, segir að breytingin feli í sér sparnað ríkisins í þessum málaflokki.
One Comment on “Hælisleitendur geta fengið allt að 450 þúsund króna heimfarastyrk”
Það er þvílík fjölgun í hælisleitendum frá spænskumælandi Venesúela sem fljúga til Madrid á Spáni en stökkva strax í næstu vél til Íslands. Af hverju er það? ÍSLENSKA VELFERÐARKERFIÐ.