21 árs norsk afrekskona lést skyndilega

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Norska skotfimisambandið hefur tilkynnt að ein efnilegasta íþróttakona Noregs í skotfimi sé látin.

Ju­lie Paul­sen Johann­essen, sem var aðeins 21 árs, fannst lát­in á her­bergi sínu á heima­vist í háskóla í Texas þar sem hún var við nám.

Framkvæmdastjóri norska skot­fim­i­sam­band­sins, Tor Idar Aune, tók fram að Julie hafi látist skyndilega og óvænt og ekki sé vitað um dánarorsök.

Julie hefur verið í norska skotfimisliðinu síðan 2019 og hefur tekið þátt í Evrópu-og heimsmeistarmóti fyrir hönd Noregs.

Hún varð Evr­ópu­meist­ari ung­linga í keppni með 50 metra loftriffli, komst á verðlaunap­all á heims­meist­ara­móti ung­linga í 10 metra og 50 metra loftriffli, og setti á síðasta ári setti hún heims­met ung­linga í tví­menn­ingi í 50 metr­um.

Skildu eftir skilaboð