Bókun 35 sem festir í sessi fullveldisafsal frestað í utanríkismálanefnd

frettinInnlent, StjórnmálLeave a Comment

Um­fjöll­un ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is um bók­un 35 hef­ur verið slegið á frest í utanríkismálanefnd og virðist sem málið sé í uppnámi.

Í dag kl. 13:00 var á dagskrá fundur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þar sem gesta­kom­ur yrðu vegna frum­varps ut­an­rík­is­ráðherra til laga um breyt­ingu á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið. Málið varðar bók­un 35 við EES samninginn og snýr að for­gangi EES-réttar á landsrétt.

Dag­skrá fund­ar­ins var aftur á móti fyrivaralaust breytt í gær og bókun 35 því tekin af dagskrá og nefndarmönnum engar skýringar gefnar á breytingunni samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Óljóst er því hvort málið fái afgreiðslu á næstunni.

Bókunin snýst um það að styrkja stöðu Evrópuréttar gagnvart innlendum rétti. Málið hefur undanfarið verið töluvert í umræðunni og menn bent á að bókun 35 muni festa í sessi fullveldisafsal landsins.

Skildu eftir skilaboð