Heilbrigðisráðherra kallaði konur „leghafa“ í ræðu á Alþingi

frettinInnlent1 Comment

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segir frá því á facebook að heilbrigðisráðherra landsins hafi haldið stutta ræðu á Alþingi þar sem hann kallaði konur „leghafa” fjórum sinnum.

Sigmundur sagði að ekki væri langt síðan hann hafi tekið nokkur dæmi um hversu galinn rétttrúnaður samtímans væri orðinn. „Eitt af því sem ég vísaði í var að sumir væru farnir að veigra sér við að nota orðið „kona” og jafnvel farnir að tala um „leghafa” í staðinn“ skrifar Sigmundur og að þetta hafi sumum þótt til marks um ýkjur og hræðsluáróður.

Sigmundur segir síðan að það hafi gerst nú í vikunni að heilbrigðisráðherra hafi haldið stutta ræðu á Alþingi og kallað konur „leghafa” fjórum sinnum!

„T.d.: „Samkvæmt því þykja standa skýr rök til þess að leghafi sé einhleypur þegar tæknifrjófgun á sér stað. Þingmenn hafi haldið aftur af sér við að gagnrýna heilbrigðisráðherra þrátt fyrir stórkostleg vandamál heilbrigðiskerfisins, sífellt lengri biðlista o.s.frv. vegna þess að hann tekur iðulega undir áhyggjur gagnrýnenda og segir að nefnd sé að ljúka störfum eða að hefja störf.

Það er líka þekkt að nú til dags gerast ráðherrar oft talsmenn starfsmanna sinna og flytja ræður skrifaðar af embættismönnum (eða aðkeyptum aktívistum) algjörlega án áhuga eða sannfæringar.

En bera þeir ekki ábyrgð á eigin yfirlýsingum og stefnu? Og er eðlilegt að heilbrigðisráðherra sé farinn að kalla konur leghafa? Mér finnst það ekki, “skrifar Sigmundur.

One Comment on “Heilbrigðisráðherra kallaði konur „leghafa“ í ræðu á Alþingi”

  1. Ég velti fyrir mér. Hvernig kynnir heilbrigðisráðherra Willum maka sinn fyrir ókunnugum?

    Punghafi: Sæl/Sæll. Má ég kynna fyrir þér leghafa minn”

    Svar þess ókunnuga: Sæl, eigið þú og punghafinn þinn mörg börn saman?

    Svar leghafa ráðherra: Jú við eigum einhver, en þau verða vart fleiri þar sem mér heyrist á öllu að meintur punghafi sé orðinn punglaus þjónn útópíu hugmyndafræði Félags”vísinda”deildar HÍ.

Skildu eftir skilaboð