Ritstjórar stórblaða teknir á beinið

frettinErlent, Fjölmiðlar, Hallur Hallsson1 Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Ég hef sagt frá uppljóstrun þekktasta blaðamanns Vesturlanda, Sy Hersh á hryðjuverki Bandaríkjanna og Noregs á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Mesta hryðjuverk þessarar aldar, mesta mengunarhryðjuverki sögunnar sem Vesturlönd neita að láta Sameinuðu þjóðirnar rannsaka. Í vikunni hélt Kolumbíu háskóli í New York blaðamannaþing. Þar voru ritstjórar New York Times, Washington Post, Los Angeles Times og Reuters ásamt rektor skólans.

Maður út í sal að nafni Jose Vega  spurði ritstjórana um ástæður þess að þeir þagga frétt Sy Hersh. „Eigum við ekki að tala um Nord Stream sem er stærsta frétt aldarinnar? Þið eruð með ritstjóra New York Times sem var með falsfrétt til að blokkera frétt Symour Hersh. Það er fyndið, ekki satt? Nefnduð þið frétt Symour Hersh? Kolumbía háskóli er hér með ritstjórum blaða sem sögðu okkur frá Pentagon, My Lai  og Watergate. Hafið þið náð einhverju réttu síðustu 20 ár? Þetta er fyndið. Írak, rangt. Sýrland rangt. RussiaGate mjög rangt. Listinn heldur áfram ... Við urðum að finna í gegn um leka að Zelinskyy ætlaði bomba Moskvu. Ef þið svo eruð hlutlausir hefðuð þið ekki átt að segja okkur að Zelinskyy færði okkur á barm Þriðju heimsstyrjaldar.“

Vega snúinn niður

Jose Vega hvatti ritstjórana til að tjá sig en þeir þögðu þunnu hljóði og rektor sigaði varðmönnum á manninn. Vestrænir blaðamenn og ráðamenn hafa misst traust fólks. Sjón er sögu ríkari, sjá má uppákomuna hér. „Þið eruð öll huglaus,“ sagði Vega sem var snúinn niður af varðmönnum. Þess ber að geta að RÚV hefur hvorki sagt frá frétt Sy Hersh, né frétt minni að P8 þotan sem var yfir gasleiðslunum nóttina 26.09.2022 hóf sig til lofts frá Keflavíkurflugvelli.

Vega vitnaði í uppsögn Tucker Carlsson sem hefði verið rekinn fyrir að tala sannleika og andæfa stríði. Tucker Carlsson flutti 2ja mínútna ávarp á Twitter í gær. Á 36 klukkustundum höfðu 75 milljónir manna horft á ávarp hans.

One Comment on “Ritstjórar stórblaða teknir á beinið”

  1. Þetta er nú bara sorglegt og lýsir því vel hvar fjölmiðlarnir eru staddir í dag, taladi um tjáningarfrelsi
    manninum er bara vísað út, helvítis aumingjar!

Skildu eftir skilaboð