Eftir Geir Ágústsson:
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hváði þegar honum var tilkynnt á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar bankans um nýjustu mannfjöldatölur á Íslandi. Það er skrýtið. Eru þetta ekki gögn sem hann nýtir til ákvörðunartöku?
Ég henti í skyndi saman nokkrum línuritum með gögnum Hagstofunnar sem sýna vöxt í mannfjölda á Íslandi og skipti af nokkru handahófi upp seinustu 30 árum í u.þ.b. 10 ára tímabil. Það sem ég horfi á hérna er hallatalan, þ.e. talan sem stendur við x-ið á línuritunum. Hún svarar til meðaltalsfjölgunar á ári.
Eins og sjá má hefur hallatalan, þ.e. fólksfjölgunin á hverju ári, vaxið töluvert hratt seinustu áratugi (úr u.þ.b. 2300 á ári 1990-2000 í 5900 á ári 2010-2023).
Ég finn ekki í fljótu bragði gögn um fjölda fæðinga en það kemur kannski seinna. Þá er hægt að bera saman heildarfjölgun, fjölgun vegna fæðinga og fjölgun vegna einhvers annars, t.d. innstreymis Íslendinga frá útlöndum eða innflytjenda.
Óháð því hvaða ástæða (eða ástæður) liggur að baki mjög ört vaxandi fjölgun fólks á Íslandi þá er frekar einkennilegt að helstu ákvörðunarvaldar innan íslensku stjórnsýslunnar séu ekki með allt svona á hreinu. Þeirra ákvarðanir hafa mikil áhrif á það hvort nægt húsnæði sé til fyrir þetta fólk. Sé fjölgunin mikil á skattgreiðendum þá hefur það áhrif. Sé fjölgunin aðallega á bótaþegum þá hefur það áhrif og skattgreiðendur þurfa að fá hærri reikninga, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Ef stjórnlaust streymi innflytjenda er að eiga sér stað þá þurfa innfæddir á Íslandi að aðlagast þeim aðstæðum, t.d. í formi hærra húsnæðis- og leiguverðs.
Þetta skiptir máli og ef seðlabankastjóri er ekki að vinna út frá raunveruleikanum þá bitnar það á þeim sem þurfa að þola sársaukann af röngum ákvörðunum hans.
2 Comments on “Seðlabankastjóri hissa á nýjustu mannfjöldatölum”
Þesar tölur byggjast á innflutningi á fólki, þetta hefur ekkert með hærri fæðingatíðni að gera, það hefur verið mikill innflutningur á vinnuafli síðasliðin tuttugu ár sem er afrakstur af sér íslenskri aumingjavæðinu og leti þeirra kynslóða sem eru að taka við. Unga fólkið vill ekki vinna þessa iðnaðarvinnu sem erlenda vinnuaflið er að stærstum hluta búið að taka yfir. Þetta veit ég frá þeim árum þegar ég vann sem verksjóri í byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þar var nánast vonlaust að finna íslenskt vinnuafl sem var nothæft, yfirleitt byrjaði þetta á því að viðkomani aðili byrjaði á því að mæta illa fyrstu vikunna í starfi og þegar loksins var mætt til vinnu, bauð þetta vinnuafl upp á agaleysi, engan áhuga og leti.
Þetta er því miður sorgleg staðreynd sem á bara aðeins eftir að versna á næstu árum!
Ég er nú soldið „HISSA“ á því að seðlabankastjóri sé „HISSA“ á þessum tölum, er það ekki hans starf að vera góður í tölum, nema að þetta erlenda vinnuafl sé hvergi skráð og borgi enga skatta? Spurning að hækka soldið meira stýrirvextina bara, það lagar allt og heldur verðbólgunni niðri og svona…