Eftir Geir Ágústsson:
Mikið af nýyrðum er á sveimi núna og einskorðast ekki við tækninýjungar. Okkur er núna sagt að kyn fólks ráðist ekki af líkama fólks, fjölda tiltekinna litninga eða því sem blasti við í fæðingu. Nei, það er ekki víst að þú sért karlmaður ef þú ert með typpi og XY-litninga eða kona ef þú ert með leg og XX-litninga.
Í stað þess að tala um konur almennt sé því betra að tala um leghafa, eins og heilbrigðismálaráðherra er vissulega byrjaður að gera.
Gott og vel. Ég hef mjög gaman af því að smíða nýyrði og vil leggja mitt af mörkum í hinni nýju íslensku.
Einstaklingar með líffæri er stuðla að vexti barns innvortis og fóðrun þess eftir fæðingu með þar til gerðri mjólk
Leghafi. Leglegur. Brjóstabera. Snípuð manneskja. Breiðmjaðma. Innvortis þvagrásarútbúin. Eggjastokkaeinstaklingur.
Einstaklingur með líffæri er má nýta til að sæða einstakling og búa til barn og með útvortis líffæri til losunar á þvagi og hitastjórnunar á sæðisfrumum
Reðurhafi. Eistnasekkshafi. Að hluta útvortis þvagrásarútbúin. Brjóstaskertur. Ómjólkandi. Standpínuhæfur. Mjómjaðma. Andlitshársekkjatíður.
Verði ykkur að góðu, stelpur og strákar og stálp og kvár og öll ykkar hin af kynjunum áttatíu og einu!