Fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, og núverandi fulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, talaði í síðasta mánuði fyrir nauðsyn þess að breyta matvælaframleiðslu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði er nauðsynlegt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsbreytingum, sagði Kerry í síðasta mánuði á AIM for Climate ráðstefnunni í Washington D.C.
„Margir hafa ekki hugmynd um að landbúnaður standi fyrir 33 prósentum af allri losun heims...það fer svolítið eftir því hvernig það er talið, en það er allt frá 26 til 33 prósent. Og við getum ekki náð núllinu (Net Zero), við getum ekki klárað verkið, nema að landbúnaður sé meginhluti af lausninni. Svo það sé skilið hér, mikilvægi þessarar vinnu,“ sagði Kerry.
Kerry sagði jafnframt að landbúnaðurinn „þurfi á nýjungum að halda, meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir næringarskorti, á sama tíma og landbúnaðurinn, meira en nokkur önnur atvinnugrein, líður fyrir áhrif loftslagsbreytinga.“
Árið 2021 varaði Kerry við því, að íbúar jarðar hefðu aðeins níu ár til að afstýra verstu hamförum vegna loftslagsbreytinga.
Kerry sagði að án þess að draga úr losun landbúnaðar geti heimurinn ekki náð markmiði sínu um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sem vísindamenn segja að verði að nást til að forðast verstu áhrif loftslagsbreytinga. Joe Biden hefur heitið því að Bandaríkin muni ná „núllinu“ árið 2050.
Hækkun hitastigs á jörðinni hefur alvarleg áhrif á vannæringu og fæðuöryggi um allan heim, sagði Kerry á ráðstefnunni. „Tveggja gráðu framtíð“ gæti leitt til þess að 600 milljónir manna til viðbótar fái ekki nóg að borða. „Þið getið ekki haldið áfram að hita jörðina á sama tíma og þið ætlist til þess að geta fætt íbúa hennar,“ sagði Kerry.
Sameinuðu arabísku furstadæmin (UAE) munu halda COP28 loftslagsráðstefnuna í lok þessa árs og búist er við að losun gróðurhúsaloftegunda frá landbúnaði verði helsta þema ráðstefnunnar. Mariam Almheiri loftslagsráðherra UAE hét því á AIM-ráðstefnunni í Washington D.C. að COP28 muni marka algjör tímamót í matvælaframleiðslu heims.
Hér má hlýða á John Kerry á AIM ráðstefnunni:
2 Comments on “Bændur þurfa að stórdraga úr landbúnaði til að kæla jörðina og ná “Net Zero””
Það ætti einhver að skjóta niður einkaþotu John Kerrys og þá myndi hitastig jarðarinnar ná jafnvægi!
Green agenda=depopulation agenda.