Joe Biden forseti hrasaði á sviðinu við útskriftarathöfn bandaríska flughersins

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Joe Biden Bandaríkjaforseti, hrasaði og féll í gólfið, eftir að hafa afhent síðasta prófskírteinið við útskriftarathöfn í bandarísku flugherakademíunni í Colorado í gær.

Forsetinn reyndi að reisa sig upp með öðrum fæti, og tókst það á endanum með aðstoð leyniþjónustumanna og yfirmanni flughersins. Biden gekk svo aftur í sæti sitt án aðstoðar.

Eftir að forsetanum var hjálpað upp úr gólfinu, virtist hann gefa til kynna að hann hefði hrasað um sandpoka, sem notaður var til að halda „míkrófón“ á sínum stað.

Atvikið má sjá hér neðar:

One Comment on “Joe Biden forseti hrasaði á sviðinu við útskriftarathöfn bandaríska flughersins”

  1. Er ekki ágætt að karlanginn venji sig við að falla niður, það er nú ekki ólíklegt að hann fari niður til helvítis á endanum bölvaður drullusokkurinn!

Skildu eftir skilaboð