Mice Media kemur sér á kortið

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Mice Media er bandarískt fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vera vettvangur fyrir myndefni af ýmsum toga, líkt og You Tube, en af því að Mice Media byggist á bálkakeðjum, líkt og Bitcoin, þá geta leyniþjónustur heimsins og aðrir áhrifavaldar ekki skipað fyrir um eyðingu eða skuggabann myndefnis sem þeim ekki líkar. Slíkt verður stöðugt mikilvægara, sbr. Twitter skjölin.

Fyrir tæpri viku setti Mice Media heimildamynd Tommy Robinson, Silenced, á netið en dómari hafði lofað honum tveggja ára fangelsi kæmi hún fyrir almannasjónir. Árið 2018 fór myndband er tekið var á leiksvæði Almondbury grunnskólans í Huddersfield á Englandi í dreifingu á netinu. Á því má sjá dreng ráðast á annan, velta honum um koll og hella úr vatnsflösku í andlit honum og segja ítrekað: „Hvað segirðu þá núna?" Fjölmiðlar, án þess að kynna sér málsatvik, spunnu þá sögu að Bailey McLaren, rasískur hvítur drengur hefði „waterboarded" Jamal Hijazi, saklausan flóttadreng frá Sýrlandi, jafnaldra sinn, og að árásin hefði verið algjörlega tilefnislaus.

Mufti Pandor, íslamistinn sem síðar fékk kennara rekinn frá skóla á sama svæði (Batley) fyrir að sýna mynd af Múhammeð (sá mun enn í felum) mætti og æsti fylgendur sína upp og þáttastjórnandinn Pierce Morgan lét sitt ekki eftir liggja og kallaði grunnskólabarnið Bailey m.a. „meindýr" og kallaði eftir hefndaraðgerðum gegn drengnum. Þær komu vissulega. Það rigndi yfir Bailey hótunum á netinu: um að drepa hann, kveikja í húsi fjölskyldunnar, skjóta móður hans og nauðga 9 ára systrum hans. Gengi fóru um götur Huddersfield til að leita að honum og einhverjir gengu um skólann með sveðjur í leit að honum svo fjölskyldan þurfti að fara í felur.

Sagan sem birtist í viðtölum við fyrrum starfsmenn skólans, leynilega teknum upp, er allt önnur. Þeir eru allir sammála um að Jamal Hijazi hefði átt við stórfelldan hegðunarvanda að stríða, verið árásargjarn og ókurteis, sérstaklega við kvenkynið og að ástæða árásar Bailey á hann hefði verið sú að Jamal hefði hótað að nauðga systrum hans. Er Tommy benti á að fjölmiðlar færu ekki með rétt mál þá var honum stefnt fyrir meiðyrði og fyrir dómi, þar sem Jamal mætti ekki, hafnaði dómari frásögnum þeirra fimm nemenda sem mættu og sögðu sína sögu af samskiptum við hann og hafnaði öllum gögnum sem Tommy lagði fram og dæmdi hann til himinhárra sektargreiðslna. Í framhaldinu var öllum starfsmönnum skólans sagt upp og þeim borgað fyrir að tjá sig ekki um málið opinberlega, 18,000 pund sagðist einn hafa fengið.

Árum saman hafa fjölmiðlar og stóru netmiðlarnir ekki leyft neinar jákvæðar fréttir af Tommy og Facebook lokaði öllum aðdáendasíðum hans, líka þeim íslensku. Því virðast blaðamenn inyheter í Noregi hafa gleymt því er þeir fjölluðu um heimildarmyndina og deildu umfjölluninni á Facebook með yfirskriftinni: „Fjölmiðlarnir og breskt réttarkerfi hafa kynnt Tommy Robinson sem lygara - en hverjir eru eiginlega lygararnir í þessari sögu?" þá tilkynnti Facebook að dreifing innleggsins hefði verið takmörkuð og hótaði jafnvel lokun reikningsins.

En Mice Media hefur gert svolítið annað til að koma sér á kortið. Auglýst er eins konar einvígi á milli Tommy Robinson og Andrew Tate, áhrifavaldsins umdeilda. Tommy er eindreginn andstæðingur íslamvæðingar Bretlands en Andrew hefur gerst múhammeðstrúar. Þeir þekkjast vel, eru báðir frá Luton og takist Mice Media að leiða þá saman þá gætu það orðið áhugaverðar umræður, enda báðir kappsamir. Andrew er reyndar enn í stofufangelsi og losnar ekki fyrr en í fyrsta lagi í júnílok. Rúmensk yfirvöld hafa nú í hálft ár reynt að sanna einhver lögbrot á þá bræður. Tommy er hinsvegar landflótta og staddur á Kúbu eins og er. Áhugasamir gætu því þurft að bíða um sinn eftir „einvígi" þeirra.

Skildu eftir skilaboð