Kristján Hreinsson rekinn úr HÍ vegna ummæla: Sakaður um að ráðast gegn transfólki

frettinInnlent, Skoðun, Tjáningarfrelsi3 Comments

Kristján Hreinsson ljóðskáld og kennari segir frá því á facebook að hann hafi verið rekinn úr starfi kennara við Endurmenntun Háskóla Íslands vegna ummæla sinna. Hann er sakaður um að ráðast gegn transfólki.

Kristján útskýrir mál sitt og segist engum hafa ráðist gegn og ef grannt sé skoðað þá hefur hann heldur ekki ráðist gegn neinum sérstökum hóp, heldur gegn umræðuhefð. Hann segist einfaldlega vera að reyna að bæta skilning fólks á nokkrum staðreyndum og bendir að við séum öll „fædd í röngum líkama“. Kristján segir að hér sé í gangi skoðanakúgun og spyr hvenær maður sé fæddur í réttum líkama og að við séum í raun öll hinsegin. Hann spyr: „Ef mér (Kristjáni Hreinssyni) finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“

Kristján skrifaði nýlega færslu á Facebook sem Mannlíf gerði frétt um. Pistillinn hófst með þessum orðum og má lesa allan hér:

„Ljóðskáldið Kristján Hreinsson segir í pistli á Facebook-síðu sinni að „með því að leyfa unglingi að ráða því hvaða kyni hann tilheyrir, án tillits til raunveruleika, er stigið heimskulegt óheillaskref. Í stað þess að hafa vitið fyrir einstaklingum er þeim leyft að trúa því að þeir geti gengið á vatni“.

Kristján lýkur svo pistlinum frá því morgun með þessum orðum:

„Fólk hefur ákveðið að skilja orð mín sem árás á tiltekinn hóp. En í þeirri árás hef ég engan þátt tekið. Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þiggja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“

Færslu Kristjáns má lesa í heild sinni hér neðar:

3 Comments on “Kristján Hreinsson rekinn úr HÍ vegna ummæla: Sakaður um að ráðast gegn transfólki”

  1. Það er farið að nota sömu aðferðafræðina á Vesturlöndum og notuð er í Kommúnistaríkjum, að úthýsa fólk fyrir sínar skoðanir. Og það er mjög stutt í það að yfirvöld neyði almenning í ´námskeið´ til að ´læra´ réttan hugsunargang.

  2. Ég geri nú bara ráð fyrir því að Hatursfrumvarp Kötu (WEF) mun gera fólki skylt að þurfa að skrá sig inn á netið í gegnum rafræn skilríki – Þessvegna held ég að salan á Mílu hafi þurft að fara úr landi til réttu aðilanna til að hægt yrði að framkvæma það. Veit ekki hvort þetta sé tæknilega hægt en salan á Mílu hefur alltaf verið skrítin og það hlýtur að hafa eitthvað með þetta að gera. Ef maður vafrar um á netinu þá er maður að sjá að þetta er eitthvað sem er að koma í öðrum löndum enda þarf elítan að ritskoða alla til að halda völdum.

  3. Ég hélt að grunnur háskóla byggi á ólíkum skoðunum, rökræðum, rökhugsun, rökmati, opinni umræðu og skoðunarskiptum, akademiskum rannsóknum oþh. en ekki hjá háskóla íslands, þar eru aðrar kvatir sem skipta meira máli s.s. fjármunir, stöður og úreldur hugsunarháttur.

Skildu eftir skilaboð