Enn ein tilgangslausa loftslagsráðstefnan, enn og aftur í sólarparadís

frettinInnlent, LoftslagsmálLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Þeir hafa það gott þessir grísir sem komast á spena loftslagsgyltunnar. Líka Óli grís. Grísunum reglulega smalað upp í einkaflugvélar og flogið til rándýrra sólarstranda þar sem þeir borða rautt kjöt og drekka innflutt vín á kostnað skattgreiðenda og reyna í sameiningu að finna leiðir til að taka af þér bílinn, hagstæð flugfargjöld og góðan mat.

Íslendingar taka vitaskuld þátt í þessu og senda herskara fólks á svæðið til að njóta dýrðarinnar, sólarinnar og athyglinnar. Fjöldinn virðist vera að tvöfaldast á hverju ári undanfarið [20212022] og því nokkuð margir sem geta farið að hlakka til ókeypis uppihalds á lúxushóteli í framandi landi á kostnað þín.

Ekki veit ég hvernig mönnum ætlar að takast að ýkja enn frekar heimsendaspár sínar en það hlýtur að takast. Auðvitað eru allir hættir að hlusta, fyrir löngu. Kínverjar og Indverjar eru að reyna afla orku fyrir landsmenn sína og byggja kolaorkuver eins og enginn sé morgundagurinn. Á meðan ætla Vesturlönd að halda áfram að þjarma að íbúum sínum og svipta þá orkunni og helst að drepa þá úr kulda.

Þeir segja að lýðræðið sé svo ágætt. Þannig veljist hæfir stjórnendur til að leysa erfið verkefni. Ég er efins.

Skildu eftir skilaboð