Sértrúarháskóli Íslands

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson4 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Háskóli Íslands var einu sinni þjóðarskóli, byggður á sígildum gildum sannleiksleitar og frjálsra skoðanaskipta. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Skoðanapistill Kristjáns Hreinssonar gerir hann óæskilegan starfskraft.

Kristján viðraði þá skoðun að allt eins líklegt er að vitlaust fólk fæðist í réttum líkama og að óvitlaust fæðist í röngum líkama. Skrifin eru gamansöm greining á bernskri umræðu.

Dýpri greining leiddi í ljós að í sumum menningarkimum er haft fyrir satt að náttúruna verði að leiðrétta. Menn eins og Kristján koma auga á þegar ekta er skipt út fyrir fals. Skoðanapistill hans er viðvörunarbjalla heilbrigðrar skynsemi.

Gangi Háskóli Íslands erinda sértrúarhópa, og taki mann og annan af sakramentinu fyrir að andmæla fávisku, er illt í efni.

Sértrúarsöfnuðir eiga sinn tilverurétt. Undir formerkjum félagafrelsis má efna til safnaðarstarfs um hvað fíflsku sem vera skal. Geldingar geta vappað um sem kerlingar og kennt nýja málfræði. Það má.

Rétturinn til að hafa rangt fyrir sér er undirstaða allra annarra mannréttinda. Um leið og þrengt er að frelsi manna til skoðana er fótunum kippt undan öllum mannréttindum. Sértrúarhóparnir, sem koma ekki auga á mótsögnina milli skoðanakúgunar og mannréttinda, þurfa einmitt á handleiðurum eins og Kristjáni að halda. En sérviskan útilokar skynsemina.

Þjóðarskóli sem heggur að rótum mannréttinda er orðinn að sértrúarskóla. Safnaðargjöld eiga að standa undir rekstrinum en ekki ríkisfé.

4 Comments on “Sértrúarháskóli Íslands”

  1. Háskóli íslands, það er endalaust dælt í þetta peningum, mikið af vanhæfum kennurum, hvaða bjáni sem er útskrifast. Nú rembist háskólinn við að ná í nemendur, takið eftir auglýsingaflóðinu frá þeim, sorglegt þetta apparat, það sama á við um mast og ríkisútvarpið það á nú að leggja þá stofnun niður. Dapurt hvernig þessu er háttað með þessar svokölluðu stafnanir hér á landi.

  2. Þessi stofnun getur ekki verið trúverðug eða merkileg með því að hafa haldið uppi klósettkafaranum Hannesi Hólmsteini á spena í fleiri áratugi.

    Hannes Hólmsteinn er hin íslenski Joseph Goebbels. Hann vinnur sömu vinnuna í háskólanum fyrir öfgakapitalistana og Joseph Goebbels vann fyrir Þýskaland Hitlers.

  3. Í háskólanum á Akureyri er vinstri græn haturlögga sem boðar þar hatursfagnaðarerindi forsætisráðherra í nýjum umbúðum, hafði áður aðsetur við Hverfisgötu, þá með 5 tommu löggukaskeiti og slóg um sig með hælisleitendum, en barðist gegn illa lyktandi karlpungum á efri hæðum lögreglustöðvarinnar…heilagutlið í háskólakerfinu er vinstra GRÆNT !

  4. Stefán Auðunn, það er örugglega margt til í þessu hjá þér.

    Þetta er afsprengja af því sem heitir STJÓRNMÁLAFRÆÐI sem er áróðurarðferð í þessum stofnunum!
    Það á ekki að þurfa að kenna fólki að hafa hugsjónir, þetta er ekkert annað enn skipulagður heilaþvottur til að viðhalda í sömu valdaöflunum. Þetta passar vel við þann stöðuleika í að gera ekki neitt, halda bara öllu í horfinu eins og Bjarni Ben og Kata kanakunta eru svo ánægð með.

Skildu eftir skilaboð