Valkostir við lífeyri

frettinFjármál, Geir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Lífeyrisgreiðslur og skattgreiðslur eiga margt sameiginlegt.

  • Peningurinn er tekinn af þér með valdboði og komið fyrir í sjóðum undir stjórn annarra.
  • Þegar þú deyrð þá deyja öll þín réttindi.
  • Aðrir sjá um að ávaxta (eða tapa) peningunum.
  • Aðrir sjá um að skammta þeim sem þiggja greiðslur, og veltur sú skömmtun á ákvörðunum sem aðrir taka.
  • Stjórnmálamenn geta lokkað peninga lífeyrissjóðanna í hirslur sínar, rétt eins og skattfé

Lífeyrisgreiðslur hafa að auki þann galla fyrir yngra fólk, að það er látið leggja fyrir á lágum vöxtum á meðan það borgar niður skuldir á háum vöxtum.

Ég andmæli því ekki að það sé sniðugt að leggja fyrir til efri áranna þegar vinnugeta er skert eða jafnvel horfin. En það er eitthvað rangt á ferðinni í dag, hvað sem því líður. Einhver ósveigjanleiki.

Persónulega hef ég ekkert á móti því að læsa fé inni til efri áranna en ég vil þá eiga það og geta arfleitt það börnum mínum. Í stað þess að borga í einhverja hít (sem ég geri í eins litlum mæli og ég mögulega get) væri til lengri tíma mögulega sniðugra að kaupa gullpeninga og leyfa þeim að safnast upp í einhverju bankahólfi. Nú eða að eyða 10% af laununum í að borga niður góða fasteign frekar en að fjármagna kaup á einhverjum skulda- og hlutabréfum í fyrirtækjum sem ég þekki ekki og trúi jafnvel ekki á.

En á meðan ekkert breytist er launum fólks safnað í sjóði og kaupa vel launaðar stjórnarsetur fyrir útvalda aðila, skuldir hins opinbera og hlutabréf í spilaborgunum sem nútímabankar eru.

Og það er bara eitthvað rangt við það.

Skildu eftir skilaboð