Harmageddon: byrlun Páls og starfslok Þóru

frettinFjölmiðlar, Innlent, Páll Vilhjálmsson3 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

„Komið hefur í ljós að starfsmenn RÚV höfðu gert ráðstafanir til að unnt væri að afrita síma Páls Steingrímssonar áður en byrlað var fyrir honum,“ segir í Harmageddon Frosta Logasonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Brotkast.

Í innslaginu er fjallað um tölvupósta er fóru á milli lögreglu og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra. Þar játar Stefán að síminn sem var notaður til að afrita síma Páls skipstjóra Steingrímssonar í byrjun maí 2021 hafi verið keyptur áður en skipstjóranum var byrlað 3. maí.

Frosti birtir tölvupóstana sem sýna að Stefán útvarpsstjóri hafi ætlað að þæfa málið þegar hann fékk fyrstu fyrirspurn frá lögreglu. Síðan rann upp fyrir útvarpsstjóra að yfirhylming á glæp væri ekki heppilegt atriði á ferilsskránni. Stefán vísaði á Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks og kvað hana ,,munnlega" til frásagnar.

- Hálfum mánuði síðar var Þóra hætt á Kveik, segir Frosti í innslaginu. Fyrirsögnin er Blaðamenn og byrlarar.

Tilfallandi bloggari var til viðtals hjá Frosta í Brotkasti um byrlunar- og símastuldsmálið. Hér má sjá sýnishorn.

3 Comments on “Harmageddon: byrlun Páls og starfslok Þóru”

  1. Djöfulsins viðbjóður er þetta!
    Ég vona að þessir aðilar sem stóðu að þessu fái þungan dóm!

  2. Því miður mun bæði Páll og Samherji sleppa létt frá þessu Ári en við getum alltaf vonað…

  3. Einar, án þess að ég sé að lofsama Samherja eða verja þeirra viðskiptahætti þá er ég að tala um anskotans fjölmiðlafólkið sem stóð að þessu, þetta fólk á að fá þunga dóma!

Skildu eftir skilaboð