Í fyrsta skipti í fjörtíu ára sögu sinni hafa stærstu samtök lesbía, homma, tvíkynhneigðra, trans-og hinsegin fólks, LGBTQ+ í Bandaríkjunum lýst yfir neyðarástandi fyrir meðlimi samtakanna. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
„LGBTQ+ samfélagið í Bandaríkjunum býr við neyðarástand. Fólk er bara ekki að skilja þá vaxandi ógn sem milljónir LGBTQ+ meðlimir standa frammi fyrir í samfélagi, - ógnin er raunveruleg, áþreifanlegar og hættuleg," sagði framkvæmdastjóri hópsins, Kelley Robinson. „Í mörgum tilfellum leiða þær til ofbeldis gegn LGBTQ+ fólki, neyða fjölskyldur til að rífa sig upp með rótum og flýja heimaslóðir í leit að skjóli í öruggari ríkjum. Þetta skilningsleysi hefur komið af stað flóðbylgju af fóbíu í garð samkynheigðra og transfólks sem setur hvert og eitt okkar í hættu,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Samhliða neyðaryfirlýsingunni mun LGBTQ+ hópurinn gefa út stafræna leiðbeiningabók, þar á meðal um heilsu- og öryggisúrræði, samantekt á lögum milli ríkja, „þekktu rétt þinn“ upplýsingar og úrræði sem ætlað er að styðja LGBTQ+ ferðamenn og þá sem búa í fjandsamlegum ríkjum, segir jafnframt í tilkynningunni.