Fréttin hefur verið uppfærð.
Hrottalegt myndband af sýrlenskum flóttamanni sem stingur börn á leikvelli í bænum Annecy í Frakklandi hefur farið eins og eldur um sinu á Twitter. Myndbandinu hefur nú verið eytt á fjölmörgum reikningum og segja skilaboðin: „myndbandi eytt.“
Árásin sem Remix News fjallaði um sýnir sýrlenskan flóttamann hlaupa um leikvöllinn og stinga börn. Ein móðirin reynir að ýta barni sínu sem var í barnakerru í öruggt skjól, en þá birtist maðurinn þar og stingur barnið í kerrunni.
Samkvæmt fréttaflutningi um málið voru að minnsta kosti fimm börn stungin í árásinni, og tveir fullorðnir. Tvö barnanna eru enn í lífshættu.
Uppfært kl. 20:21
Á Sky News segir að fjögur börn séu í lífshættu á sjúkrahúsi og tveir fullorðnir og að árásarmaðurinn sé sýrlenskur ríkisborgari og hafi fengið stöðu flóttamanns í Svíþjóð fyrir 10 árum. Hann fór þaðan og kom löglega til Frakklands, sagði Elisabeth Borne forsætisráðherra Frakklands, á blaðamannafundi eftir að hafa farið til Annecy.
Sænsk skilríki fundust á manninum og sænskt ökuskírteini, að sögn talsmanns lögreglunnar. Fyrr í þessum mánuði var honum synjað um hæli í Frakklandi, sagði innanríkisráðherra Frakklands, Gerald Darmanin. Hann sótti einnig um hæli í Sviss og Ítalíu. Maðurinn er 31 árs og „á eitt barn sem er á sama aldri og börnin sem hann réðst á,“ sagði Borne.
Vitni sem sagðist heita Ferdinand, sagði í samtali við franska miðilin BFMTV: „Hann [árásarmaðurinn] hoppaði inn á leikvöllinn, byrjaði að öskra og fór síðan í átt að kerrunum og stakk litlu börnin ítrekað með hníf.
BBC segir að fyrrum knattspyrnumaður Liverpool, Anthony Le Tallec, hafa orðið vitni að því að árásarmaðurinn hafi ráðist á eldri mann áður en hann var skotinn af lögreglu.
Myndbandið í heild er hægt að sjá hér neðar á Rumble.
Rétt er að vara viðkvæma við efninu.
One Comment on “Flóttamaður frá Sýrlandi stakk fjögur börn á leikvelli í Frakklandi”
Sjúkur heimur