Sameinuðu þjóðirnar skiptu út öllum 193 þjóðarfánum aðildarríkja fyrir LGBT fána

frettinErlent, Hinsegin málefni1 Comment

Sameinuðu þjóðirnar taka þátt í gleðimánuði (e. pride month) LGBT hreyfingarinnar.

Í vikunni var Rockefeller Center í New York borg fyllt af regnbogafánum. Fánarnir voru dregnir að húni í stað þeirra 193 þjóðarfána sem venjulega blakta á torginu, einn fyrir hvert land sem tilheyrir Sameinuðu þjóðunum.

Svona er útlitið vanalega við byggingu SÞ

Framtakið vakti töluverða gagnrýni á samfélagsmiðlum. Sumir notendur gagnrýndu það að þjóðarfánum væri skipt út fyrir LGBT fána. Aðrir kvörtuðu yfir því að þessi útstilling til heiðurs gleði-mánaðarins væri stærri en útstillingar eða sýningar fyrir jólin.

Auk þess hafa einhverjir Bandaríkjamenn gagnrýnt SÞ fyrir að gefa út þess konar yfirlýsingu á sjálfu Rockefeller torginu. Margir telja sögufræga torgið óviðeigandi stað fyrir þess konar sýningu.

Einn gagnrýnenda sagði að þetta líktist meira einhvers konar þráhyggju heldur en samþykki eða viðurkenningu á réttindum hinsegin fólks.

Annar vildi meina að SÞ hefði engan lagalegan rétt til að skipta þjóðfánum sjálfstæðra ríkja út fyrir LGBT hinsegin fána.

One Comment on “Sameinuðu þjóðirnar skiptu út öllum 193 þjóðarfánum aðildarríkja fyrir LGBT fána”

Skildu eftir skilaboð