Endurmenntun Háskóla Íslands hefur boðið Kristjáni Hreinssyni skáld og rithöfundi að hefja störf á ný hjá stofnuninni. Eins og landsmönnum er flestum kunnugt var Kristján rekinn þaðan eftir að skrifa pistil á Facebook, sem Mannlíf tók upp og birti sem frétt.
Kristján segir þó að málinu hvergi lokið enda var hann búinn að ráða til sín lögmanninn Evu Hauksdóttur, eftir brottreksturinn.
Kristján sagði frá þessari nýju stöðu sem upp er kominn á Facebook:
„Endurmenntun Háskóla Íslands hefur boðið mér að kenna áfram hjá stofnuninni. Margt bendir til þess að látunum linni innan tíðar. Enda vill svo einkennilega til, að ég skrifaði pistil sem fólk náði að misskilja. Það má þó öllum ljóst vera að pistill minn fjallar um umræðu á villigötum. Hið merkilega er að pistill minn náði að sanna hversu afvegaleidd umræðan er. Nú hefur einn angi umræðunnar farið í hring. Ég var rekinn og ráðinn aftur. Kannski var ég rekinn vegna misskilnings. Vonandi er engin rangtúlkun fólgin í því að ráða mig aftur.
Ég vil þó að þeir sem lesa þetta hafi það fullkomlega á hreinu að máli þessu er ekki lokið. Það eru enn ýmsir lausir endar og þá enda mun lögmaður minn væntanlega setja saman í vandaðan vöndul ef mér skjöplast ekki.“