Egill Helga, málfrelsið og vinstrifasisminn

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson3 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Egill Helgason umræðustjóri á RÚV segir um mál Kristjáns Hreinssonar, sem rekinn var frá Háskóla Íslands fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið:

Kristján Hreinsmögur eins og hann kallaði sig hefur alltaf verið á jaðrinum og í raun ekki notið viðurkenningar. Hann hefur engin völd og vettvangur hans er smár. (…) Hann er algjörlega laus við að vera í forréttindastöðu - hefur strögglað alla sína skáldævi sem er orðin býsna löng. Ég get ekki séð að það færi honum neitt sérstakt að vera hvítur, miðaldra og með kynfæri karlmanns. Og svo hitt - hvernig nennir fólk að elta ólar við skoðanir eins manns sem er ekkert sérlega þekktur, hefur lítil áhrif og kennir eitt agnarsmátt námskeið.

Í stað þess að ræða prinsippið, málfrelsi, fer Egill í manninn, gerir lítið úr Kristjáni. Samkvæmt Agli er óþarfi að verja málfrelsið þegar einhver „á jaðrinum“ er tekinn til bæna fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Agli er það lokuð bók að það voru „menn á jaðrinum“ sem tryggðu okkur réttinn til að hugsa sjálfstætt og láta í ljós skoðanir sem ekki féllu að rétttrúnaðinum.

Það átti að hirða mannorð og atvinnu af Kristjáni og senda þau skilaboð út í samfélagið að sumar skoðanir skyldu að liggja í láginni. Annars hlytu menn verra af. Vinstrifasistar nota reglulega þessa aðferð til að hræða fólk frá þátttöku í opinberri umræðu.

Egill Helgason og Felix Bergsson, báðir starfsmenn RÚV, eru sami kúltúrklúbburinn. Einkennin eru andstyggð á sjálfstæðri hugsun og þýlyndur wokeismi.

Fréttin segir okkur þau ánægjulegu tíðindi að Háskóli Íslands hafi boðið Kristjáni starfið aftur. Guð láti gott á vita. Til hamingju Kristján.

3 Comments on “Egill Helga, málfrelsið og vinstrifasisminn”

  1. WOKE Fasisminn er, án efa, helsta ógnin við lýðræðið í heiminum í dag.

  2. Fasisminn er afkvæmi vinstrisins eins og allar ógnarstjórnir sem helgast af ríkisafskiptum á atvinnulífi, fjölmiðlun, menntun og mannlífi.

    Fasisminn er tilraun sósíalismans til að blekkja fólk og láta það halda að það eigi eitthvað sjálft og ráði yfir því. Ímyndað frelsi.

    Nú hefur kommúnisminn verið klæddur í sauðargæruna “Glóbalismi” þar sem foringinn fer ekki dult með þau áform sín að svipta þig eignarréttinum svo þú verðir hamingjusamur. Og svo förum við í heilan hring og búum til Sovíétríki á sterum með manngerðum hörmungum á sterum. Áætlanir WEF ganga vel og flestir kinka bara kolli og trúa því enn að ekki séu til illa innréttaðir vestrænir ráðamenn.

    Í þessari útgáfu “The Animal Farm” að þá eru svínin löngu búin að taka völdin og segja nú bóndanum fyrir verkum. Næsta skrefið er að svínin flytji inn í húsið og reki bóndann ofan í kjallara. Hann er þó ekki rekinn út úr húsinu að þessu sinni svo það líti svo út fyrir hann sjái enn um búreksturinn og svínin fái frið í svalllífi sínu.

Skildu eftir skilaboð