BioNTech í Þýskalandi stendur frammi fyrir hundruðum skaðabótamála vegna Covid-bóluefna

frettinCovid bóluefni, Dómsmál, ErlentLeave a Comment

Líftæknifyrirtækið BioNTech, sem framleiðir Comirnaty (Pfizer/BioNTech) Covid bóluefnið stendur frammi fyrir fjölda skaðabótakrafna í Þýskalandi. Tvær lögmannsstofur þar í landi halda því fram að skjólstæðingar þeirra hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni af völdum bóluefnis fyrirtækisins.

BioNTech mætti fyrir dómstóla í dag, mánudag, til að taka til varna í málssókn þýskrar konu sem krefst skaðabóta vegna meintra aukaverkana af COVID-19 bóluefninu. Þetta er fyrsta málsóknin af hundruðum af sama toga í Þýskalandi.

Konan, sem nýtir sér rétt þýsk persónuverndarlög, og nafn hennar því ekki birt opinberlega, hefur stefnt þýska lyfjaframleiðandanum og krefst að minnsta kosti 150.000 evra (22 milljónir kr.) í skaðabætur sökum líkamlegs skaða, auk bóta fyrir ótilgreint efnislegt tjón. Það er lögmannsstofan Rogert & Ulbrich sem sækir málið fyrir hönd konunnar.

Stefnandi heldur því fram að hún hafi þjáðst af verkjum í efri hluta líkamans; með bólgur í útlimum, auk þess að þjást af þreytu og svefntruflunum, eftir að hafa fengið sprauturnar.

Tobias Ulbrich, lögmaður Rogert & Ulbrich, sagði við Reuters að hann stefndi að því að mótmæla fyrir dómnum, mati eftirlitsaðila Evrópusambandsins og þýskra matsstofnana, að BioNTech sprautan feli í sér meiri ávinning en áhættu.

Þýsk lyfjalög kveða á um að framleiðendur lyfja eða bóluefna séu aðeins ábyrgir til að greiða skaðabætur vegna aukaverkana ef „læknavísindin“ sýna fram á að vörurnar valdi meiri skaða en ávinningi, eða ef merkingar vörunnar eru rangar.

BioNTech, sem hefur markaðsleyfi í Þýskalandi fyrir bóluefninu sem það þróaði með lyfjarisanum Pfizer, sagði að eftir vandlega íhugun telji fyrirtækið málsóknina tilhæfulausa.

Lögmannsstofan Rogert & Ulbrich segist hafa stefnt inn um 250 málum fyrir skjólstæðinga sína sem krefjast skaðabóta fyrir meintum aukaverkunum af COVID-19 bóluefnum og lögmannsstofan Caesar-Preller segist vera með um 100 samskonar mál.

Lögmannsstofurnar tvær eru helst þekktar fyrir að hafa unnið skaðabótmál fyrir neytendur gegn þýska bílaframleiðandanum Volkswagen vegna dísillosunar hneykslis.

Þá segir í fréttinni að þó nokkrum skaðabótamálum vegna aukaverkana hafi verið stefnt inn til dómstóla á Ítalíu.

Lesa nánar á Reuters.

Skildu eftir skilaboð