Elon Musk spyr hversu mikið Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kosti

frettinErlent, WHOLeave a Comment

Einn vinsælasti og áhrifamesti Twitter-notandinn, Dr. Eli David, bað milljarðamæringinn Elon Musk í gær um að kaupa Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) af Bill Gates og láta stofnunina snúast um heilbrigði. Musk spyr þá hversu mikið WHO kosti. David svarar því til að árleg fjárhagsáætlun stofnunarinnar sé um sjö billjónir dollara, en árlegt tjón hennar nemi um 700 billjónum dollara.

Dr. Eli David rifjaði síðan upp hvernig kaup Musk á Twitter hófust, þar sem Musk spurði einmitt sömu spurningar, þ.e. hversu mikið Twitter kostaði.

Í dag segir Dr. Eli David á Twitter að í gær hafi hann og Musk verið að atast í Bill Gates og í dag hafi það komið í fréttum. Sagt var að þetta tíst Musk hafi valdið kliði á netinu og að síðast þegar Musk „gerði eitthvað svona“ fékk heimurinn fyrst vitneskju um Twitter kaupin.

Skildu eftir skilaboð