JPMorgan Chase bankinn samþykkti á mánudag að greiða um 290 milljónir dollara í sáttagreiðslur í hópmálsókn fórnarlamba Jeffrey Epstein.
Samkomulagið var gert eftir margra mánaða uppljóstranir um skammarlega háttsemi JPMorgan sem hunsaði viðvaranir og hættumerki, þar sem Epstein þótti dýrmætur viðskiptavinur.
Epstein var í viðskiptum hjá JPMorgan frá 1998 til 2013 og héldu viðskiptin áfram eftir að hann var handtekinn árið 2006 vegna ákæru um vændi. Hann játaði sök tveimur árum síðar.
Sáttargreiðslurnar ná mögulega til fleiri en 100 fórnarlamba. Það var fyrrverandi ballettdansari, þekktur sem Jane Doe 1, sem leiddi hópmálsóknina. Dansarinn sagði að Epstein hafi misnotað sækjendurna þegar þær voru ungar konur og unglingsstúlkur.
Reuters segir frá.