Kennedy á góðri leið með að ná New Hampshire og Iowa af Biden

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Kosningabarátta Robert F. Kennedy Jr. í prófkjöri demókrata í Bandaríkjanna er á mikilli siglingu.

Stuðningur við forsetaframboð Kennedy hefur aukist svo mikið að vinstri fréttamiðillinn Axios segir meira að segja að Kennedy muni taka bæði ríkin, New Hampshire og Iowa, frá sitjandi forseta.

Axios segir að Biden verði jafnvel ekki einu sinni á kjörseðlinum í New Hampshire og Iowa vegna þess að kosningateymi Biden hefur gefið til kynna að Biden verði ekki á kjörseðlinum í þessum ríkjum ef kosning fer fyrst fram í Suður-Karólínu.

Teymi forsetans hefur valið Suður-Karólínu sem fyrsta ríkið til að hefja forkosningarnar, en demókratar í New Hampshire eru ekki sammála ákvörðuninni og ætla sér að kjósa áður en prófkjör í Suður-Karólínu fer fram. Samkvæmt lögum in í New Hampshire eiga kosningar að hefjast þar og því er líklegt að prófkjör demókrata hefjist í ríki þar sem Joe Biden verður ekki á kjörseðlinum.

Skildu eftir skilaboð