Skúli Sveinsson skrifar:
Vondi leiðtoginn
Einu sinni fyrir löngu löngu síðan langt í burtu var land sem tók upp á því að skipta út þjóðfána sínum, fyrir fána tiltekins málstaðar. Að þessu stóðu voða vondir menn sem komist höfðu til valda með blekkingum og lygum.
Fólkinu var sagt að breyta þyrfti samfélaginu og taka þyrfti upp samfélagslega ábyrgð, sem væri þá heildinni til góðs. Vondi leiðtoginn boðaði nýtt afbrigði af sósíalisma sem mörgum fannst mjög sniðugt, og ný leið til jafnréttis og réttlætis. Réttindi einstaklingsins yrðu því að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar til að ná þessum draumi fram.
Til að koma göfugu skilaboðunum vonda leiðtogans rækilega til skila þá þurfti að flagga þessum fána sem víðast, auk þess sem fjölmiðlar þurftu að hylla hann einum rómi. Vondi leiðtoginn þurfti því að ná tökum á öllum fjölmiðlum og fella stjórn þeirra undir stjórn ríkisins, og til þess var notað fjölmiðlaeftirlit. Það var nefnilega þannig að fáninn sjálfur var tákngerfingur hugmyndafræði vonda leiðtogans.
Fáninn göfugi vonda leiðtogans, varð svo að vera í kennslustofum barnanna svo unnt væri að innræta þeim boðskapinn frá unga aldri og hann þurfti að vera á opinberum byggingum, til að sýna fólkinu að þessi hugmyndafræði væri nú hluti af ríkinu. Fólkið átti að vera mjög stolt af þessum fána og fólkið fór því líka að bera þennan fána á klæðnaði sínum af einskæru stolti, eða skyldu eða ótta.
Yfirlýst markmið vonda leiðtogans voru svo göfug að ekkert mátti standa í vegi fyrir ráðagerðum hans. Rétt var því talið að ritskoða og þagga niður alla sem voru mótfallnir hugmyndafræðinni. Þeir voru taldir óæskilegir og opinbert veiðileyfi gefið út á þá til útskúfunar og slaufunnar. Síðar var svo andstaða við málstaðinn og fánann göfuga bönnuð með lögum og þeir sem enn dirfðust að andmæla voru látnir gjalda fyrir það dýru verði.
Leiðtoginn vondi sem komst til valda vegna vinsælda tók því ekki vel þegar stuðningur við hann minnkaði. Vondi leiðtoginn vissi þó að besta leiðin til að halda völdum væri ef fólkið yrði hrætt. Vondi leiðtoginn lét því vondu vini sína hræða fólkið og það virkaði svo vel, að fólkið var tilbúið að ganga fram af bjargbrún ef leiðtoginn fyrirskipaði eða senda börnin sín út í opin dauðann, ef vondi leiðtoginn taldi þörf á því.
Allt virtist ganga vel í fyrstu, fólkið var ánægt að mestu og þeir sem voru ekki sáttir höfðu vit á því að tjá sig ekki um það, a.m.k. ekki þannig að vondi leiðtoginn eða vondu vinir hans fréttu af. Sumt fólkið var reyndar svo heltekið af fagra málstað vonda leiðtogans að það hikaði ekki við að tilkynna minnstu andúð til vina vonda leiðtogans.
Eitthvað tók að halla undan fæti hjá vonda leiðtoganum og fólkið fór að efast enn frekar um fagra málstaðinn hans. Vonda leiðtoganum fannst þetta alveg ómögulegt og vildi því gera fólkið enn hræddara fyrir vikið. Til að gera fólkið endanlega hrætt ákvað vondi leiðtoginn að senda börnin þeirra í stríð við önnur ríki. Fólkið var á meðan alveg rosa hrætt og mátti sig vart hræra.
Vondi leiðtoginn hafði hins vegar eitthvað farið fram úr sér þar sem ekki stóð til að öll börnin myndu týnast heldur aðeins hluta af börnunum og þau áttu einnig að vinna stríðið fyrir vonda leiðtogann. Börnin stóðu sig ekki nægilega vel í stríðinu, að mati vonda leiðtogans. Það endaði með því að börn vonda leiðtogans töpuðu stríðinu og vondi leiðtoginn varð að skríða ofan í jörðina og dó.
Börnin sem týndust ekki í stríðinu, bæði í landi vonda leiðtogans og öðrum löndum, höfðu þá einnig áttað sig á því að fögru fyrirheit vonda leiðtogans voru fölsk. Engin gat upp frá því verið stoltur af fána vonda leiðtogans. Börnin höfðu upp frá því mikla andstyggð á fána vonda leiðtogans og vildu hvorki sjá hann né heyra meir. Sagan um stolt og hylli á fölskum fána og fyrirheitum gleymdist því hjá fólkinu og allir voru hamingjusamir upp frá því.
Köttur út í mýri, út er ævintýri!!!