Karlmaður fannst látinn í Hafnarfirði

frettinInnlentLeave a Comment

Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér síðdegis kemur fram að hún rannsaki nú andlát karlmanns á fimmtugsaldri í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í nótt.

Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna gruns um að manninum hafi verið banað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu RÚV.

Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum í morgun. Hinn látni var meðvitundarlaus utandyra þegar lögregla kom á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Í framhaldi voru tveir karlmenn handteknir, annar í húsi rétt hjá þar sem hinn látni fannst og hinn skammt undan.

Maðurinn sem fannst látinn var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar.

Skildu eftir skilaboð