Niðurstöður skoðanakönnunar sem markaðsfyrirtækið Harvard/Harris lét framkvæma eru slæmar fregnir fyrir saksóknarann Merrick Garland og bandaríska dómsmálaráðuneytið.
Könnunin sýnir að 55% Bandaríkjamanna telji að ákæran á hendur Trump sé af pólitískum toga og 56% telja að tilgangurinn sé að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2024. Könnunin sýnir einnig hversu mikið vantraustið á dómsmálaráðuneytið er.
Horfurnar fara versnandi. Núna eru færri en meirihlutinn þeirrar skoðunar að ákæran sé réttmæt og á rökum reist. Könnunin sýnir að 83% repúblikana og 55% óháðra líta á ákæruna sem pólitískt fyrirbæri. Það er ekki aðeins svo að 56 prósent líti á að markmiðið með ákærunni sé að hafa áhrif á kosningarnar heldur eru aðeins 44 prósent á þeirri skoðun að hún eigi sér stoð í lögum landsins.
Niðurstöðurnar eru líka slæmar fréttir fyrir Joe Biden þar sem um 65 prósent telja að Biden hafi misfarið með trúnaðarskjöl. Um 72 prósent spyrjenda eru sömu skoðunnar varðandi tölvupósthneyksli Clintons.
One Comment on “55% Bandaríkjamanna telja ákæruna gegn Trump vera af pólitískum toga”
Ákæran af pólitískum toga?
Kallanginn á eftir að liggja undir árásum frá Biden hyskinu í hverri viku fram að kosningum.
Ég er ekkert einhver aðdándi Trump enn það lítur þannig út fyrir mér að hann sé eina von Bandaríkjanna og það segir meira enn mörg orð um úrvalið sem er í boði, Bandaríkin eru fyrir það fyrsta ekki lýðræðisríki það er búin að vera einræðisstefna í bandaríkjunum í marga áratugi. Þetta tveggja flokkakerfi þeira þar sem engin munur er báðum flokkum er svo sýkt af spillingu að það hálfa væri nóg. Við íslendingar lifum af mörgu leiti í sama stjórnmálakefinu, við er svo gersamlega dofin í hausnum að okkar stjórnmál ganga 100% út á það að halda öllu í horfinu og breyta aldei til batnaðar, það er megin ástæðan að EKKERT hefur verið gert til að bæta kerfið frá hruni. Það er búið að eyða fokking 15 árum í ekki neitt!