Fréttin birti nýlega grein úr breska blaðinu Telgraph þar sem segir að æ ljósara sé að í gangi séu einhvers konar umhverfis-módernísk áform um að taka hefðbundið kjöt úr umferð og að ríkisstjórn Írlands sé nú að skoða plön um að slátra 200.000 mjólkurkúm til að ná loftslagsmarkmiðum sínum.
Í morgun var sjötta útgáfa norrænna næringarráðlegginga gefin út og kynnt í Hörpu. Síðasta útgáfa kom út fyrir ellefu árum og eru umtalsverðar breytingar á ráðgjöfinni. Norræna ráðherranefndin ráðleggur nú að kjötneysla fari niður í 350 grömm á viku og sé ekki skipt út fyrir annað kjöt heldur frekar fyrir jurtafæði. Þá er mælt með að borða egg og mjólkurvörur í hófi.
Tedros ánægður með ráðleggingarnar
Tedros A. Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), telur að með nýju norrænu ráðleggingungnum „séu heilbrigði manneskjunnar og heilbrigði plánetunnar sameinuð“.
„Ég óska Norrænu ráðherranefndinni til hamingju með þessar glæsilegu ráðleggingar og fyrir það almenna samráðsferli sem var haft við vinnslu skýrslunnar. Almenna ráðleggingin er í samræmi við núverandi vísindi um að skipta yfir í jurtafæði,“ segir Ghebreyesus.
Mikilvægt að sameina lýðheilsu og umhverfið
Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar segir margt hafa breyst síðustu ár og því verði að miða ráðleggingarnar við það. Mikilvægt sé að taka tillit til bæði heilsufarlegra og umhverfislegra þátta.
„Þessi stóra skýrsla er mjög frábrugðin þeim ráðleggingum sem hafa verið gefnar út áður. Hún fjallar að sjálfsögðu um hvað er hollt fyrir okkur manneskjurnar, en líka hvað er best fyrir jörðina.“
Karen segir jafnframt að þetta séu aðeins ráðleggingar en gert er ráð fyrir að þær verði innleiddar í matvælaráðleggingar hins opinbera á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum.
Svíar ætla ekki að fylgja ráðleggingunum
Ráðleggingarnar hafa nú þegar vakið mikla athygli, m.a. í Noregi og Svíþjóð. Peter Kullgren, landbúnaðarráðherra Svíþjóðar sagði í aðsendri grein í Aftonbladet í gær að Svíar þyrftu að auka við kjötframleiðslu, ekki draga úr henni. Ríkisstjórn hans myndi ekki fylgja þeim ráðleggingum sem hafa verið settar fram í NNR.
Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóri Bændasamtakanna, segir skorta upplýsingar um vísindalegar rannsóknir hvað varðar til dæmis neyslu á rauðu kjöti í skýrslunni.
One Comment on “Tedros ánægður með norrænu ráðleggingarnar um að skipta yfir í jurtafæði”
Að sjálfsögðu kemur þessi frétt upprunalega frá Rúv.. (copy paste frá msm) Sorglegasti áróðursmiðill Íslands og ég er viss að fyrr en seinna mun þetta fólk sem þar ræður þurfa að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart íslensku þjóðinni. Sannleikurinn mun ávallt leita upp á við. Sjáum bara Covid svindlið!
Allt sem kemur í dag frá UN, WEF, WHO EU þarf fólk að gera akkurat öfugt við.
Ef það er ekki nýjar sprautur þá eigum við að undirbúa leikskólabörn fyrir pedophiles. Þetta er sjúkt, skynsamlegt fólk hlýtur að sjá að eitthvað svakalegt er rangt við það sem er í gangi.