Ég er köttur, sagði barnið

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson3 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Kennari í breskum skóla skammaði nemanda fyrir að samþykkja ekki að samnemandi gæti verið köttur. Atvikið náðist á upptöku þar sem 13 ára stúlka er ásökuð af kennara um fyrirlitlega framkomu. Stúlkan vann sér það til sakar að fullyrða að manneskja gæti ekki verið köttur.

Manneskja getur verið hvað hún vill, sagði kennarinn, stelpa getur verið strákur, strákur stelpa eða köttur. Telegraph segði fréttina  á sunnudag.

Á mánudag vatt málið upp á sig. Kemur í ljós að transhugmyndfræðin í breskum skólum gerir ráð fyrir að nemendur geti verið af ólíkum dýrategunum, t.d. hestar eða risaeðlur. Einnig dauðir hlutir, eins og fylgihnöttur jarðar. Kennarar, forritaðir af sértrúarhópum, telja þetta góða latínu.

Í gær gekk talsmaður breska forsætisráðherrans fram fyrir skjöldu vegna málsins. Það gengur ekki að kenna sig við framandi dýrategundir, hvort heldur hesta eða útdauðar risaeðlur. Enn síður að nemendur séu tungl eða annað á sveimi í sólkerfinu.

Réttlætiskennd barna er misboðið. Ef stelpa getur verið strákur hvers vegna má hún ekki allt eins vera köttur, hestur eða bókahilla?

Talsmaður forsætisráðherra Bretlands þarf að stíga fram og útskýra að börn geti ekki verið hlutir eða útdauðar dýrategundir. Sú var tíð að kyn og tegund mannsins þvældist ekki fyrir einum eða neinum. En þegar dómgreindinni er varpað fyrir róða og hlutlægur veruleiki víkur fyrir ímyndun er ekkert stopp á rússíbanareiðinni inn í fáránleikann.

3 Comments on “Ég er köttur, sagði barnið”

  1. Ótrúlega klikkaður hugsunargangur sem nú ríkir í heiminum!

  2. Vinstrið gerir gott vont og vont verra.

    Er þá ekki bara tilvalið að gefa barninu hormóna svo það vaxi veiðhár og græða skott á barnið skott??

  3. Bjarki, ekki í neinu landi hér í heimi er vinstri stjórn, það eru eiginhagsmunaseggir sem þykjast vera vinstri. Lærðu að þekkja muninn 🙂

Skildu eftir skilaboð