Neyðarástandi lýst yfir í Reykjanesbæ – lögfræðingur lögreglunnar gerir lítið úr aðstæðum og afritar færslu Semu Erlu

frettinHælisleitendur, InnlentLeave a Comment

Kolbrún Jóna Pétursdóttir, lögfræðingur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, setti inn umdeilda færslu í hópinn Reykjanesbær – tökum samtalið.

Mikil hitaumræða hefur verið í hópnum um málefni hælisleitenda og flóttafólks í Reykjanesbæ. Íbúar hafa miklar áhyggjur af þróuninni og segja bæinn löngu kominn yfir þolmörk.

Kolbrún sem er skráð til heimilis í Keflavík, virðist þó ekki skynja vandamálið þrátt fyrir að lögreglan sé sú stofnun sem hvað mest er meðvituð um stöðu mála.

Samkvæmt heimildum sem Fréttinni hafa borist þá eru nú starfsmenn á Ásbrú, sem hafa umsjón með húsnæði hælisleitenda og flóttamanna, byrjaðir að nota höggheld hlífðarvesti sem staðalbúnað til að verjast hnífaárásum, en ekki er hægt að stinga fólk með eggvopni í gegnum vestin.

Börn eru að hverfa úr vögn­un­um vegna þrengsla og áreit­is

Þá greindi mbl.is í gær frá „neyðarástandi í al­menn­ings­sam­göng­um í Reykja­nes­bæ.“ Fyrirtækið Bus4U sér um rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna þar í bæ. Í er­ind­inu er því meðal ann­ars lýst að „ákveðnir hóp­ar“ séu ágeng­ir og frek­ir, að börn veigri sér við að nota strætó sök­um áreit­is. Skemmd­ar­verk á vögn­um hafi auk­ist, bíl­stjór­ar hrökklast úr starfi og ef ekk­ert verði að gert þá stefni í þjón­ustu­fall. Til að sporna við þessu legg­ur fyrirtækið til að strætó­kort­um flótta­manna verði lokað.

Kvart­an­ir til bíl­stjóra og annarra starfsmanna/​eigenda Bus4U snúa all­ar að því sama; fólk veigr­ar sér við að nota vagn­ana og börn eru að hverfa úr vögn­un­um vegna þrengsla og áreit­is.

Úr umræðunum áður en Kolbrún eyddi innlegginu

Hælisleitendur og flóttamenn fá gjaldfrjálsa leigubílaþjónustu

Fréttinni bárust einnig upplýsingar frá leigubílstjórum í Reykjanesbæ, sem segjast orðnir vel þreyttir á þessu ástandi, en einn bílstjóri sem blaðamaður ræddi við segist aðallega vera í flutningum á hælisleitendum og flóttafólki. Hans starf sé fólgið í því að skutla hælisleitendum frá Keflavíkurvelli á hótel og til Reykjavíkur frá Keflavík og til baka, vegna ýmissa erinda eins og t.d. til að sækja læknis- eða tannlæknaþjónustu. Reikningurinn sé svo sendur til Vinnumálastofnunar sem sér um að greiða fyrir ferðirnar. Bílstjórinn sem vill ekki láta nafn síns getið, lýsir farþegunum á þann hátt að ýmis skrílslæti séu oft viðhöfð og hann finni oft fyrir áreiti, dónaskap og vanþakklæti. Þá hafi verið unnin skemmdarverk á einhverjum bílum og einhverjir hafi hrökklast úr starfi vegna þess. Bílstjórinn tekur þó fram að þetta séu að sjálfsögðu ekki allir, en heldur algengt að eitthvað slíkt eigi sér stað.

Kolbrún Jóna var meðlimur í umræddum hóp, og afritaði hún færslu frá Semu Erlu Serdaroglu, formanni Solaris og gerir að sinni inni í hópnum. Kolbrún fékk ekki miklar undirtektir en þegar íbúar svöruðu henni og greindu henni frá ýmsum vandamálum tengdum hælisleitendum, þá skráði Kolbrún sig úr hópnum.

Færslan er svohljóðandi:

    1. Á síðasta ári voru 108 milljónir einstaklinga á flótta í heiminum. Á Íslandi sóttu 4516 einstaklingar um alþjóðlega vernd. Það er 0.00004% af heildarfjölda fólks á vergangi.
    2. Langflestir sem hafa fengið vernd á Íslandi á þessu og síðasta ári eru frá Úkraínu. Af þeim 3455 sem fengur vernd á síðasta ári voru 2315 frá Úkraínu.
    3. Stefna stjórnvalda í málefnum fólks á flótta byggir á kerfisbundinni mismunun vegna uppruna. Það birtist meðal annars með þeim hætti að fólk frá Úkraínu þarf ekki að fara í gegnum hæliskerfið og fær vernd án tafar, getur farið strax að vinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.
    4. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda mega umsækjendur um alþjóðlega vernd þó almennt ekki vinna á meðan þeir bíða þess að fá niðurstöðu í umsókn sína um vernd. Það eru því stjórnvöld sem koma í veg fyrir atvinnuþátttöku (sumra) einstaklinga með flóttabakgrunn.
    5. Flóttafólk býr við félagslega einangrun. Lítið er um skipulagða og fjölbreytta afþreyingu við hæfi, sérstaklega fyrir fullorðið fólk, og því hefur fólk almennt lítið fyrir stafni, jafnvel mánuðum saman. Vegna þessa hangir fólk til dæmis á almenningsstöðum. Það er afleiðing af stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga í málaflokknum. Þau koma í veg fyrir virkni fólks.
    6. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá strætókort sem gildir innan sveitafélags. Það þýðir til dæmis að flóttafólk sem býr í Reykjanesbæ á erfitt með að "skreppa í bæinn" þar sem ferð fram og til baka kostar 3920 kr. Það ýtir enn frekar undir félagslega einangrun, óvirkni og hangs.
    7. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á vikulegum fæðispeningum. Einstaklingur fær 8000 kr. á viku. Fjölskylda fær aldrei meira en 28.000 krónur á viku, sama hversu stór hún er. Það er ekki óeðlilegt að einstaklingar safni til dæmis dósum fyrir nokkrar aukakrónur - við vitum öll hversu skammt 8000 kr. duga þessa dagana.
    8. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á meðan mál þeirra er í ferli. Hún er takmörkuð við það sem yfirvöld meta sem "algjörlega nauðsynlega þjónustu" og oft er fólki neitað um mikilvæga heilbrigðisþjónustu. Það fer til dæmis enginn í "rándýrar lagfæringar hjá tannlækni!"
    9. Sú þjónusta sem flóttafólk fær er í algjöru lágmarki. Sú þjónusta hefur ekki áhrif á kjör annarra hópa í samfélaginu. Fjármunir sem fara í aðstoð við fólk á flótta eru ekki teknir af aðstoð við aðra hópa.
    10. Fólk með flóttabakgrunn fremur ekki fleiri glæpi en annað fólk á Íslandi.
    11. Það er ekki með nokkru móti hægt að kenna flóttafólki um húsnæðisvandann í íslensku samfélagi. Sá vandi er einungis stjórnvöldum og stefnu þeirra að kenna.
    12. Ef innviðir í íslensku samfélagi eru að bugast undan alþjóðlegum og siðferðilegum skyldum okkar við fólk á flótta er það vegna þess að stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni og ábyrgð og eru enn illa undirbúin undir mótttöku fólks á flótta, hátt í áratug eftir að aukinn fjöldi fólks með flóttabakgrunn fór að leita skjóls á Íslandi.
    13. Flóttafólk er fólk eins og við! Það sem helst aðgreinir fólk á flótta frá okkur flestum er sú staðreynd að þau hafa verið neydd til þess að yfirgefa heimaland sitt og heimili, til dæmis vegna stríðs, átaka, ofsókna, ofbeldis eða náttúruhamfara.
    14. Við getum öll fundið okkur í þeim sporum einn daginn að neyðast til þess að fara á flótta. Hvað myndu þið þá segja?

Sema Erla Serdaroglu formaður Solaris

Skarphéðinn Njálsson meðlimur hópsins og íbúi Reykjanesbæjar, tjáir sig um færslu Semu Erlu og bendir á ýmsar rangfærslur:

„Ætla að deila hér að neðan pistli um flóttamanna ástandið frá Semu Erlu baráttukonu fyrir hælisleitendur. Strax í lið nr. 1 fer hún með rangfærslur máli sínu til stuðnings.

Samkvæmt UNHCR eru 35.3 milljónir skilgreindir sem hreinir flóttamenn í heiminum, en ef þú tekur síðan fólk sem er á hreyfingu innan landsvæða án þess að fara yfir landamæri,þá er hægt að giska á 100 milljónir. Ég ætla ekki að rekja/hrekja skilgreiningar hennar lið fyrir lið, en geri ýmsar athugasemdir við skrif hennar.

En ljóst er að hún gerir afskaplega lítið úr þeim erfiðu aðstæðum sem hafa skapast hér á Íslandi vegna flæðis flóttamanna til landsins. Svo hendir hún mannvonsku stimplinum á alla þá sem reyna að standa í veginum fyrir hruni íslenska velferðarkerfisins sem sagt öll gagnrýnin umræða um málaflokkinn er kæfð í fæðingu. Lætur sér einnig fátt um finnast um þann stuðning sem flóttamenn fá á íslandi.

Þó er ein af meginástæðum fyrir flóttamannastraumnum til landsins að Ísland hefur skapað sér það orðspor, að hér sé einna best tekið á móti flóttamönnum í heiminum. Auðvitað hefur þetta ástand skapað mikla óreiðu og skort á húsnæðismarkaði, þó að hún fullyrði allt annað. Margt í pistli hennar á bara einnig við um venjulega Íslendinga, aldraða, öryrkja, einstæðar mæður og foreldra langveikra barna.

Það fólk glímir við ýmislegar fjárhagslegar og félagslegar skerðingar og einangrun. Við sjáum hvaða afleiðingar það hefur haft að taka á móti þessum fjölda hælisleitanda sem hingað er kominN á stöðunA í Reykjanesbæ. Þar hefur orðið til gríðarlegur félagslegur vandi með tilkomu flóttamannabúða án nokkurs samráðs við bæjarbúa, ástandið þar komið fram yfir öll þolmörk. Slegist um hverja einustu kitru sem í boði er, og heimafólk á ekki séns. Það þarf að hjálpa íbúum á Suðurnesjum, því þar ríkir orðið neyðarástand,“ skrifar Sigurjón.

„Ég segi, hjálpum þeim sem við getum hjálpað og gerum það vel. En hendum ekki okkar verðmæta innviða- og velferðarkerfi fyrir lestina. Og látum ekki Semu Erlu og aðra kveða umræðuna í kútinn.“

Kallað eftir íbúafundi vegna neyðarástandsins

Sigurjón Hafsteinsson íbúi í Reykjanesbæ setti síðan færslu í hópinn, þar sem hann kallar eftir íbúafundi við góðar undirtektir og merkir hann formann bæjarráðs Friðjón Einarsson í færslunni ásamt bæjarfulltúunum Margréti Þórarinsdóttur og Margréti Sanders:

„Mér þætti það mjög skrítið ef bæjarfulltrúar svari ekki kalli íbúa með íbúafund, þó ekki væri nema til að upplýsa íbúa um stöðuna í þessum málum, ég er þó þakklátur Fridjon Einarsson formanni bæjarráðs og bæjarfulltrúanum Margrét Þórarinsdóttir fyrir sitt innlegg í að upplýsa íbúa en ég væri alveg til í að heyra í fleirum, Margrét Sanders segðu okkur, hvað hafa Sjálfstæðismenn að segja um stöðuna, menn þurfa ekki neitt að vera sammála með áherslurnar en það sem mestu skiptir er að íbúar, þ.e.a.s. ykkar umbjóðendur fá samtalið, ákall íbúa Reykjanesbæjar er íbúafundur, hvernig hljómar það í ykkar eyrum ágætu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar og hvenær væri hægt að koma slíku í verk“, segir Sigurjón.

Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins, svaraði svo loks kallinu í viðtali við mbl.is í morgun, þar sem hún segir að „það sé uppselt í Reykjanesbæ“ fyrir hælisleitendur og flóttafólk, innviðirn­ir séu sprungn­ir og bær­inn kom­inn langt yfir þol­mörk hvað varðar fjöld­ann.

Keimlíkar færslur Kolbrúnar Jónu og Semu Erlu má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð