Eftir Jón Magnússon:
Þingmaður VG sendir samstarfsflokki VG, Sjálfstæðisflokknum heldur betur tóninn og segir flokkinn vera að sulla í rasistapolli vegna þess að formaðurinn benti á það augljósa, að fjölgun hælisleitenda væri komin út yfir viðráðanleg mörk.
Allir með sæmilega glóru í höfðinu, sjá að þarna var formaðurinn að greina frá staðreyndum en slíka glóru skortir fylgismenn VG iðulega.
Mér var hugsað til forvera VG, sem stóðu fyrir Keflavíkurgöngum og mótmælum gegn sjónvarpssendingum frá Keflavík á sinni tíð. Þá töluðu skoðanabræður þessa arga þingmanns VG um svik við íslenska þjóðmenningu og þá hættu sem þetta gæti haft á íslenskuna og ýjuðu að því, að við mundum tapa móðurmáli voru héldi svo fram, að ómerkileg sjónvarpsstöð, sem sjónvarpaði nokkra tíma á dag héldi starfsemi sinni áfram.
Nú er staðan sú, að meira en 70 þúsund útlendingar eru í landinu. Okkur hefur mistekist og skort metnað til að aðlaga nema mjög lítinn hluta fólksins að íslenskum aðstæðum menningu og tungu.
Í dag heitir það á máli VG að hræra í rasistapolli, að vilja standa vörð um íslenska þjóðmenningu, íslenska tungu og íslenskar hefðir og gera þá kröfu, að þeir útlendingar hvaða litarhátt svo sem þeir hafa og af hvaða þjóðerni svo sem þeir eru læri íslensku og aðlagi sig að íslenskum siðum og menningu.
Ef það er að hræra í rasistapolli, þá skulum við hræra sem óðast í þeim polli, því að framtíð lands og þjóðar byggist á varðstöðu um íslenskt mál og íslenska menningu.
En fyrst og fremst skulum við horfa á staðreyndir sem blasa við og athuga hver úrlausnarefnin eru. Fari það fram hjá einhverjum, að fjöldi innflytjenda til landsins er komin umfram þolmörk þjóðarinnar, þá hefur sá aðili heldur betur ákveðið að stinga höfðinu í sandinn til að sjá ekki, heyra ekki og skilja ekki.
Slíkt fólk sbr. þingmann VG sem viðhafði ummælin um rasistapollinn á ekkert erindi í stjórnmál eða til að fara með málefni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
2 Comments on “Sullað í rasistapollinum”
Auðvitað mun þetta allt enda með ósköpum, enda stjórnin í höndum klikkhausa!
Það er alger óþarfi að hafa áhyggjur af þessum flóttamönnum því það er nóg af húsnæði til sem hægt er að henda út kjósendum VG, Pírata og Samfylkingar. Þau kusu þetta yfir sig og svo verði þeim að góðu.
Vinstrið gerir gott vont og vont verra..