Sýknaður í barnaníðingsmáli þrátt fyrir trúverðugan framburð barnsins

frettinDómsmál, InnlentLeave a Comment

Maður á fimmtudagsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Maðurinn var sakaður um að hafa brotið margoft gegn stúlkunni á árunum 2016 til 2019, en stúlkan var á þessum árum 9 til 13 ára.

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari dæmdi í málinu. Hún mat framburð stúlkunnar trúverðugan en einnig framburð þess ákærða. Gögn frá Barnahúsi styðja ásakanir stúlkunnar en mat dómarans var þó að ekki væru komin fram nægilega sterk sönnunargögn til að sýna fram á sekt mannsins umfram skynsamlegan vafa. 

Málið var mikið í fréttum fyrr á árinu, ekki síst vegna þess að við rannsókn málsins gerði lögreglan þau mistök að afhenda hinum ákærða síma brotaþolans. DV sem ræddi við föður stúlkunnar fyrr á þessu ári sagði frá dómnum.

Í byrjun síðasta mánaðar sýknaði Barbara Björnsdóttir einnig atvinnurekanda af ákæru fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á hótelherbergi í starfsmannaferð fyrir átta árum. Um var að ræða giftan mann sem reyndi að þvinga samstarfskonu sína til samneytis í stefnumótunarferð á vegum fyrirtækisins árið 2015, þar sem þau bæði störfuðu.

Eftirtektarvert þótti í því máli að Barbara dæmdi verjanda mannsins, Vilhjálmi Vilhjálmssyni óvenju háan málskostnað, eða rúmar fjórar milljónir króna.

Skildu eftir skilaboð