Rannsókn: Að fækka barneignum dregur verulega úr losun koltvísýrings

frettinLoftslagsmál, Rannsókn1 Comment

„Þið eru koltvísýringurinn sem þeir vilja draga úr“, skrifar ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet á Twitter og rifjaði upp umfjöllun um rannsókn frá háskólanum í Lund í Svíþjóð árið 2021. Rannsóknin var birt í tímaritinu Environmental Research Letters og fjallað var um hana í dagblöðum á sínum tíma. Fjöldi manns hafa deilt færslu þingmannsins.

Nú þegar mælt hefur með að fólk skipti að mestu yfir í jurtafæði og takmarki verulega neyslu á kjötvörum, eggjum og mjólkurvörum til að minnka losun á koltvísýringi (CO2), mætti velta fyrir sér hvað verður ráðlagt næst til að reyna bjarga jörðinni. Því samkvæmt rannsókninni frá Lund er lang best fyrir umhverfið að eignast sem fæst börn.

Í rannsókninni segir að barneignir geti skaðað umhverfið meira en að borða kjöt, ferðast með flugvélum eða keyra bíl allt árið um kring. Rannsóknin greindi 39 ritrýnd tímarit sem skoðuðu umhverfisstefnu helstu hagkerfa heims og komst að því að flestar ríkisstjórnir einbeiti sér að stigvaxandi breytingum sem hafa ekki nægilega mikil áhrif til að draga úr losun CO2.

Fjölskylda í Bandaríkjunum sem kýs að eignast einu barni færra getur aftur á móti sparað að meðaltali 58,6 tonn af CO2 á ári. Til að setja þetta í samhengi, þá er það jafn mikill samdráttur á losun og ef 684 unglingar tækju það upp að endurvinna það sem eftir er ævinnar.

Aðrir þættir, svo sem flugferðir, að eiga ekki bíl, að vera jurtaæta o.fl. er langt undir þeim sparnaði, eða um eitt til tvö tonn af CO2 árlega, sem nemur því eignast einu barni færra.

One Comment on “Rannsókn: Að fækka barneignum dregur verulega úr losun koltvísýrings”

  1. Mannkynið mun þurrkast út ef Co2 fer mikið lægra, enda er það planið þeirra, að svelta fólk, sjáið Holland og stríðið gegn bændum. Það eru hin raunverulegu vísindi, minna Co2 = minna af mat
    Co2 er um 400ppm sem er ekki ákjósanlegt, ættum að leitast við að vera nær 800-1000ppm.

Skildu eftir skilaboð