Færeyska leiðin

frettinInnlent, Kristín Inga ÞormarLeave a Comment

Kristín Þormar skrifar:

Allir hljóta að vera farnir að sjá spillinguna í stjórnsýslunni og samfélaginu hér á landi, og núna vilja margir þessa ríkisstjórn í burt.

Gott og vel, vonandi er hún á síðustu metrum samstarfs síns, en hvað tæki við ef boðað væri til nýrra kosninga? Sömu spilltu flokkarnir byðu sig fram, VG myndi vonandi þurrkast út, en að öðru leyti myndi ekkert breytast, sagan sýnir og sannar það.

Væri færeyska leiðin ekki eina leiðin til þess að moka út þessu spillta landráðaliði sem er á fullu að koma okkur undir stjórn djöflanna sem eru vel á veg með að koma á alheimsstjórn?

WEF Kata gerði okkur mikinn greiða með að láta gera þessa skýrslu um "velsældarhagkerfið" á Íslandi, þar sýndi hún svart á hvítu hvaða herrum hún og þau þjóna!

Og nú er einn alversti harðstjóri í heiminum í dag á leið til landsins í hennar boði ...

Þetta gerðu Færeyingar!

Sigurlaug Ragnarsdóttir segir:

Ég hef persónulega barist fyrir færeysku leiðinni allt síðan árið 2008 en sú byltingakennda leið er að mínu mati eina leiðin til að uppræta þá umfangsmiklu og rótgrónu spillingu sem viðgengst í íslensku stjórnkerfi, þar sem hagsmunatengsl, pólitísk tengsl og fjölskyldutengsl munu ávallt standa í vegi fyrir þeim draumi íslendinga að fá njóta heiðarlegs uppgjörs á öllum þeim forkastanlegu spillingarmálum sem hafa litað daglegt líf þjóðarinnar síðastliðinn áratug og meir.

Færeyingar reyndust okkur vinir í raun í síðasta hruni, og voru fyrstir til að bjóða okkur Íslendingum lán í október 2008, við megum aldrei gleyma því.

Hvernig gátu svona fáir menn gert svona mikið gegn eigin landi?

Þessa spurði Høgni Hoydal formaður færeyska Þjóðveldisflokksins, og var hann þar að vísa í samskonar kreppu sem þjóðin lenti í árið 1992.

Nákvæmlega þessarar sömu spurningar verðum við Íslendingar líka að spyrja. En erum við of hrædd að láta í okkur heyra, hrædd við álit annarra, vinnuveitendur, ættingja og vini - þótt við vitum innst inni hvað sé í gangi, eða kjósum við bara að "sjá ekki neitt"?

Er fólk ekki enn farið að átta sig á hvaða blekkingum við vorum beitt í "heimsfaraldrinum"? Jú innst inni held ég að margir séu það, en þora kannski ekki að tjá sig um það af ótta við álit annarra, en dagar "samsæriskenninganna" eru liðnir, þær hafa flestar, ef ekki allar ræst.

Høgni Hoydal árið 2009:

Høgni er þó þeirrar skoðunar að Færeyingar beri sína ábyrgð á bankahruninu. Allar götur síðan hefur flokkur hans unnið að því að reisa veggi milli atvinnulífs og stjórnmálamanna, sem voru þunnir fyrir. Einnig að því að auka eftirlit með ráðherrum, en kjördæmapotarar björguðu gjarnan fyrirtækjum
í heimabyggð sinni um lán gegn ótryggum veðum. Komu jafnvel að rekstri sömu fyrirtækja líka.

Offjárfesting, sérstaklega í sjávarútvegi, var því mikil, allt rekið á
fjármagni að utan.

Á Íslandi

Við erum búin að horfa upp á milljarða eftir milljarða af okkar skattpeningum hverfa úr landi, í þessi svokölluðu "bóluefni", loftslagshysteríuna sem er enn ein peningaþvottavélin, og í stríðsrekstur í öðru landi.

Og svo núna í gegndarlausa móttöku fólks sem sækir um hæli hér, á meðan innviðirnir eru löngu sprungnir. Fer ekki milljarður á mánuði í þann málaflokk?

Fyrir utan allar tilskipanirnar að utan sem verið er að koma á yfir okkur, og eru svo sannarlega ekki þjóðinni í hag!

Tökum þessa litlu frændþjóð okkur til fyrirmyndar, fyrst hún gat mokað út spillingunni hjá sér, þá getum við það líka, en þá verðum við að VILJA gera byltingarkenndar breytingar á samfélaginu okkar.

En mun einhvern tímann nást samstaða um það? Það er stóra spurningin.

Skildu eftir skilaboð