Að hlusta eða hlusta ekki á George Kennan

frettinIngibjörg Gísladóttir, StjórnarfarLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Við stönd­um sem þjóð í þakk­ar­skuld við hug­mynda­smiðinn að baki Mars­hall-aðstoðinni og mætt­um vel minn­ast hans öðru hverju. Geor­ge Kenn­an var banda­rísk­ur diplómat og sagn­fræðing­ur. Með hinu „langa sím­skeyti“ frá Moskvu 1946 og frek­ari skrif­um sann­færði hann stjórn Trum­ans um að eðli Sov­ét­ríkj­anna væri útþenslu­stefna og vinna bæri gegn áhrif­um þeirra með öll­um ráðum og var hug­mynda­fræði hans ráðandi á kalda­stríðstím­an­um.

Með því að þiggja Mars­hall-aðstoðina samþykkt­um við að taka okk­ur stöðu með Banda­ríkja­mönn­um: með lýðræði, með ein­stak­lings­frelsi, gegn alræði og kúg­un – gegn komm­ún­ism­an­um.

Eft­ir að Sov­ét­rík­in liðuðust í sund­ur og ógn stafaði ekki leng­ur af komm­ún­ism­an­um hefðum við sjálf­krafa átt að losna und­an skil­mál­um Mars­hall-aðstoðar­inn­ar og átt að geta fetað okk­ar eig­in veg und­an áhrif­um BNA – veg friðar og hlut­leys­is, svo sem hæf­ir smáþjóð – en það gerðist ekki. Fjöl­miðlar vor­ir flytja frétt­ir sem vær­um við eitt ríkja BNA, RÚV sér­stak­lega, og alls kyns fram­andi hug­mynda­fræði þaðan hef­ur stungið sér niður, svo sem að kyn­in séu fleiri en tvö og að ekki megi gagn­rýna hug­mynda­fræði „minni­hluta­hópa“.

Að Sov­ét­inu liðnu hefði ekki átt að vera þörf fyr­ir NATO, og í ljósi sög­unn­ar hefði verið heilla­væn­leg­ast að leggja það niður sam­hliða og þá kom­um við aft­ur að Geor­ge Kenn­an. Árið 1997 birt­ist í New York Times grein hans „A Fatef­ul Err­or“ þar sem hann lýs­ir þeirri skoðun sinni að útþensla NATO, sem þá var á teikni­borðinu, muni hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar.

Hon­um fannst sorg­legt að sjá þær von­ir er kviknuðu er kalda stríðinu lauk sett­ar á ís sak­ir mögu­legra átaka í ófyr­ir­sjá­an­legri framtíð. Einnig sá hann fyr­ir sér að ógn­in frá NATO myndi hafa nei­kvæð áhrif á lýðræðisþróun í Rússlandi, vera sem olía á eld þjóðern­is­sinnaðra Rússa sem hafi óbeit á vest­ræn­um áhrif­um og þvinga Rússa til að leita sér stuðnings hjá þjóðum óvin­veitt­um Banda­ríkj­un­um.

Ári síðar birt­ist viðtal við hann, líka í NYT, þar sem hann seg­ist halda að nýtt kalt stríð sé í upp­sigl­ingu og það sé skelfi­lega sorg­legt að Banda­ríkja­menn ætli nú að snúa baki við Rúss­um, sem hafi sjálf­ir og án blóðsút­hell­inga losað sig und­an oki sov­ét­tím­ans. Í þessu viðtali er hann mjög af­drátt­ar­laus og seg­ir að útþenslu­stefna NATO muni leiða til stríðs við Rússa og þá muni útþenslu­s­inn­arn­ir segja: „Við sögðum ykk­ur það. Svona eru Rúss­ar.“

En nú var ekki hlustað og stjórn Bills Cl­int­ons bætti við þrem­ur nýj­um lönd­um í NATO 1999. Fleiri og fleiri bætt­ust við en árið 2007 lýsti Pútín því skor­in­ort yfir að Rúss­ar myndu ekki leyfa frek­ari stækk­un. William J. Burns (nú hjá CIA) kom þeim skila­boðum til skila í skeyti sínu „Nyet Me­ans Nyet“ þar sem hann sagði að þrýst­ing­ur á að Úkraína gengi í NATO gæti valdið skipt­ingu lands­ins í tvennt. En enn var ekki hlustað og 2008 lýsti NATO því yfir að til stæði að bæta Georgíu og Úkraínu í hóp­inn. Í ág­úst það ár réðust Rúss­ar inn í Georgíu til að stöðva þau áform en Úkraína slapp því leiðtog­ar þar hættu við inn­göngu.

Banda­ríkja­menn hafa lengi seilst til áhrifa í Úkraínu. Svo snemma sem 2006 birti BBC grein um vafa­sam­ar stofn­frumu­rann­sókn­ir þeirra þar. Pentagon var þar einnig með fjöld­ann all­an af líf­tækni­rann­sókn­ar­stof­um. Ýmis­legt sem ekki leyfðist í henni Am­er­íku virðist hafa leyfst þar.

Árið 2014 var lög­legri stjórn Úkraínu steypt með aðstoð Banda­ríkja­manna. Til er upp­taka þar sem Victoria Nu­land og banda­rísk­ur sendi­herra heyr­ast ræða um hver skuli leiða nýju stjórn­ina og fljótt hófst stríð gegn þeim íbú­um aust­ur­héraðanna sem ekki vildu sætta sig við hina nýju stjórn­ar­herra og NATO fór á fullt að víg­búa Úkraínu­menn og sam­hæfa her­menn þeirra NATO.

Eft­ir að ljóst varð að Rúss­ar hygðust halda sjálf­stæði sínu en ekki gang­ast und­ir þá al­heims­stjórn er reynt er að koma á þá hófst ófræg­ing­ar­her­ferð í vest­ræn­um fjöl­miðlum. Við höf­um svo sem séð slíkt áður. Pútín var ekki einu sinni boðið á 75 ára veislu­höld í til­efni D-dags­ins þrátt fyr­ir að 25 millj­ón­ir íbúa Sov­ét­ríkj­anna hafi týnt lífi á bar­átt­unni gegn nas­ism­an­um.

Síðustu árin hef­ur NATO haldið fjölda heræf­inga ár­lega ná­lægt landa­mær­um Rúss­lands, meðal ann­ars ár­lega á Svarta­hafi og sum­arið 2021 leiddi Úkraína heræf­ingu 32 landa þar.

Í lok árs­ins 2021 voru Rúss­ar bún­ir að fá nóg af ógn­um, móðgun­um og ögr­un­um og kröfðust stefnu­breyt­ing­ar en Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra sagði hana ekki koma til greina. Rúss­ar skyldu bara sætta sig við að hafa öll þessi óvin­veittu NATO-ríki við landa­mæri sín – og í fe­brú­ar 2022 hófst hin „al­gjör­lega til­efn­is­lausa“ inn­rás í Úkraínu.

Það sem Geor­ge Kenn­an varaði við hef­ur allt ræst. Útþenslu­stefna NATO hef­ur skilað eins kon­ar stríði við Rússa og ýtt þeim út í banda­lög við Kína, Íran og aðrar þjóðir sem Banda­ríkja­menn telja óvin­veitt­ar sér. Með stöðugum ögr­un­um gagn­vart Rúss­um hef­ur NATO skapað ör­ygg­is­ógn til að rétt­læta fjár­aust­ur til vopna­fram­leiðenda sem ásamt öðrum sér­hags­muna­hóp­um hafa stjórn­mála­menn í vas­an­um – og þriðja heims­styrj­öld­in gæti nú þegar verið haf­in.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26.6.2023

Skildu eftir skilaboð