Lofslagskvíðaröskun

frettinInnlent, Loftslagsmál, PistlarLeave a Comment

Skúli Sveinsson skrifar: 

Lofslagskvíðaröskun einkennist af þrálátum órökréttum áhyggjum af loftslagsmálum, þá breytingum sem viðkomandi hefur verið sannfærður um, þá helst af fjölmiðlum, að verði í framtíðinni en hafa enn ekki orðið. Með áhyggjum er átt við röð neikvæðra hugsana, efasemda eða mynda í huganum sem oft snúast um það sem gæti farið úrskeiðis í framtíðinni.

Fólk á erfitt með að láta af þessum áhyggjum og finnur fyrir einkennum eins og eirðarleysi, vöðvaspennu, pirringi, svefntruflunum og þreytu. Áhyggjurnar geta ýmist einskorðast við tilteknar áhyggjulotur þar sem fólk er í þungum þönkum svo mínútum eða klukkustundum skiptir. Oft eru áhyggjurnar meiri þegar fólk fær næði til að hugsa, eins og þegar fólk er að reyna að slaka á eða sofna. Áhyggjurnar vinda gjarnan upp á sig þannig að hver hugsun sem skýtur upp kollinum vekur aðra enn ógnvænlegri og svo koll af kolli.

Skildu eftir skilaboð