Fyrirtækið Geely, sem er í eigu Kínverja og er aðaleigandi Volvo Cars og annar stærsti eigandi AB Volvo, er komið á svartan lista í Úkraínu, segir í frétt Dagens industri.
Ástæðan er sú að Geely hefur haldið áfram að selja bíla til Rússlands og geiðir þar skatta, að sögn úkraínsku spillingarvarnastofnunarinnar NAZK.
„Aðrir bílaframleiðendur í Evrópu, Japan og Kóreu hafa stöðvað sölu sína í Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu en Geely hefur haldið áfram að borga skatta til Rússlands, stutt við efnahag landsins og þannig styrkt árásir á Úkraínu. Stjórnendur fyrirtækisins hafa á engan hátt fordæmt árásarfullt og óréttlátt stríð Rússa gegn Úkraínu,“ skrifar stofnunin á vefsíðu sinni.
Samkvæmt stofnuninni tvöfaldaðist sala Geely í Rússlandi á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið áður.
Marabou líka á svörtum lista
Úkraína hafði stuttu áður einnig sett sænska sælgætisframleiðandann Mondelez á svartan lista, sem á t.d. vörumerkin Marabou, O'boy og Daim. Yfirvöld í Úkraínu telja að fyrirtækið leggi fjármuni í stríðssjóð Rússlands. Þetta kom fram á sænsku fréttastöðinni SVT.
Þá tók Ikea í Finnlandi nýverið ákvörðun um að hætta að selja vörur frá Mondelez í verslunum sínum.