Finnur fórnar Birnu, verður Íslandsbanka stolið?

frettinInnlentLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Finnur Árnason stjórnarformaður Íslandsbanka knúði Birnu bankastjóra til að segja upp störfum klukkan fjögur í nótt. Þjófnaður Kviku á Íslandsbanka, kallaður samruni, er í húfi. Með því að fórna Birnu vonast Finnur til að fá frið til að koma Íslandsbanka í hendur Kviku.

Samrunaferli milli Kviku og Íslandsbanka hófst í vetur leið. Viðskiptablaðið birt frétt um málið:

Forstjóri Kviku telur samruna bankans við Íslandsbanka vera tækifæri til að auka samkeppni á markaðinum.

Kvika er froðufélag líkt og mörg fyrir hrun. Kvika stendur ekki fyrir rekstur heldur stækkun, eins og tifallandi rakti í vetur. Bankamenn trúa eigin blekkingum, það gefur svo vel í aðra hönd. Fákeppni er samkeppni.

Lögbrot Íslandsbanka við sölu á hlut ríkisins er smápeningur miðað við fyrirhugaðan þjófnaðarsamruna.

Tökum forstjóra Kviku á orðinu og látum Landsbankann yfirtaka Íslandsbanka. Öflugur ríkisbanki myndi stórauka samkeppni á fjármálamarkaði. Spyrjið bara Marinó Örn Tryggvason forstjóra Kviku.

Skildu eftir skilaboð