Svíþjóð hættir við græn orkumarkmið

frettinErlent, Loftslagsmál1 Comment

Svíþjóð hefur hætt við markmið sín um græna orku, þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sænska þinginu, þar sem tilkynnt var um nýja orkustefnu.

Elisabeth Svantesson fjármálaráðherra segir að loftslagsmarkmið hnattvæðingarstefnunnar gangi ekki upp, og bætir við að sænska þjóðin þurfi „stöðugt orkukerfi“.

Svantesson segir að vind- og sólarorka sé of „óstöðug“ til að uppfylla orkuþörf þjóðarinnar.

Þess í stað er sænska ríkisstjórnin að færa sig aftur yfir í kjarnorku og hefur hætt við markmið sín um „100% endurnýjanlega orku“.

Í yfirlýsingunni segir að löndum sé þrýst í átt að „endurnýjanlegri orku“ til að uppfylla græn orkumarkmið Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF).

Græn orkumarkmið WEF er yfirlýst stefna frá Sameinuðu þjóðunum (UN), Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), Parísarsamkomulaginu, Alþjóðabankans og stjórn Joe Biden forseta Demókrata.

Þegar Svantesson tilkynnti um nýju orkustefnuna sagði hún: „Þetta skapar skilyrði fyrir kjarnorku.

„Við þurfum meiri raforkuframleiðslu, við þurfum hreina raforku og við þurfum stöðugt orkukerfi, segir ráðherran.

Sænskt kjarnorkuver

Meira um málið má lesa hér og hér.

One Comment on “Svíþjóð hættir við græn orkumarkmið”

  1. Stórfrétt að Grétuland sé loks að taka sönsum og fara vonandi að átta sig á því hverskonar ógnartjóni vinstri öfgahreyfingar valda á efnahag og samfélaginu sama hvert litið er.

Skildu eftir skilaboð