Glæpur aldarinnar – leyndarmálið

frettinInnlent, Jóhannes LoftssonLeave a Comment

Eftir Jó­hann­es Lofts­son:

Þá ligg­ur það fyr­ir. Ný skýrsla sýn­ir að þrír fyrstu covid-sjúk­ling­arn­ir voru vís­inda­menn á Wu­h­an-veiru­rann­sókn­ar­stof­unni. Einn þeirra, Ben Hu, fékk fjár­magn frá banda­rísku heil­brigðis­stofn­un­inni (NIH) til að safna kór­ón­veiru­sýn­um frá leður­blök­um um allt Kína og stökk­breyta veir­un­um. 2018 sótti rann­sókn­ar­stof­an hans gegn­um EcoHealth Alli­ance um styrk til banda­ríska DARPA (Defen­se Advanced Rese­arch Proj­ects Agency) til að stökk­breyta kór­ónu­veiru svo hún yrði meira smit­andi. Slík­ur til­bú­inn of­ur­vírus kall­ast á manna­máli líf­efna­vopn.

Þetta var því þeirra fé, þeirra rann­sókn, þeirra vírus og þeirra starfsmaður. Hvernig gátu banda­rísk yf­ir­völd verið svo grun­laus? Eða vissu þau kannski bet­ur?

Jóhannes Loftsson verkfræðingur

Banda­rísk yf­ir­völd völdu að rann­sókn á upp­runa covid yrði stýrt af sam­starfs­manni Ben Hu (Peter Daszak hjá EcoHealth) sem hafði alla hags­muni að kenna ekki sér sjálf­um um far­ald­ur­inn og varð því aðaltalsmaður þess að veir­an hefði bara fyr­ir til­vilj­un birst í nátt­úr­unni. Eft­ir að sam­skipti yf­ir­manns of­næm­is- og smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NIAID) voru gerð op­in­ber vegna upp­lýs­ingalaga, sást að í fe­brú­ar 2020 fóru hann og for­stjóri NIH í sam­hæft átak til að „afsanna“ til­rauna­stofulek­ann. Þeir vís­inda­menn sem bentu á ónátt­úru veirunn­ar fengu ým­ist millj­arðastyrki og breyttu um skoðun (sbr. And­er­sen)) eða var ýtt til hliðar (sbr. fyrr­ver­andi yf­ir­maður CDC)). Face­book, YouTu­be og Twitter bönnuðu í heilt ár að til­rauna­stofu­upp­run­inn væri rædd­ur á sín­um miðlum. Eft­ir yf­ir­töku Elon Musk á Twitter kom í ljós að banda­rísk yf­ir­völd höfðu beitt sér fyr­ir þess­ari rit­skoðun. Í þrjú og hálft ár var logið að al­menn­ingi af yf­ir­völd­um sem vissu bet­ur.

Veiga­mesta sönn­un­in fyr­ir því að átt var við vírus­inn er vírus­inn sjálf­ur. Þetta sáu marg­ir fær­ustu vís­inda­menn heims strax og genaröðunin var birt. Átt hafði verið við svo­kallaðan fur­an-hluta í vírusn­um sem ræður smi­teig­in­leik­um og hvergi í nátt­úr­unni var slíka genaröð að finna. Eini staður­inn þar sem slíka röð var að finna var í einka­leyf­i6) vegna bólu­efn­is sem Moderna sótti um 2016. Það ætti því eng­an að undra að það hafi aðeins tekið Moderna tvo dag­a7) að hanna bólu­efnið. Það var hillu­vara. Hillu­vara þróuð í sam­vinnu við banda­rísk yf­ir­völd sem kom í ljós þegar NIAID fékk 55 millj­arða króna þókn­un) fyr­ir sinn þátt í þróun Moderna-bólu­efn­is­ins.

Í dag liggja því fyr­ir óyggj­andi sann­an­ir að bæði veir­an og bólu­efnið voru þróuð með þátt­töku banda­rískra yf­ir­valda löngu fyr­ir far­ald­ur­inn. Hvað gekk mönn­um til og hvernig gat þetta gerst? Aðdrag­and­inn er lang­ur og verður hann rak­inn síðar.

Stóra lexí­an fyr­ir Íslend­inga af þess­ari lygi er að átta sig á því að þeir sem báru ábyrgð á þess­um blekk­ing­um voru notaðir af Þórólfi og ís­lensk­um yf­ir­völd­um sem fyr­ir­mynd­ir í sótt­varn­araðgerðum.

Höf­und­ur er verk­fræðing­ur.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29.júní 2023

Skildu eftir skilaboð