Páll Vilhjálmsson skrifar:
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir fátt um Íslandsbankamálið, ólíkt formönnum allra annarra stjórnmálaflokka. Ástæðan er Kvika, fjárfestingabanki, sem hyggst ná eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með samruna.
Kristrún var þar til fyrir skemmstu aðalhagfræðingur Kviku. Hún hagnaðist um 100 milljónir króna á kaupréttarsamningum. „Ég datt í lukkupottinn,“ sagði Kristrún.
Íslandsbankamálið, sem nú er til umræðu, er aðeins undanfari að yfirtöku Kviku á Íslandsbanka. Til að samrunaferli Kviku og Íslandsbanka þarf að þegja um hvað sé á ferðinni - ríkiseigum komið yfir á einkaaðila á útsöluprís.
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fimmta herdeild auðmanna. Með formennsku Kristrúnar er innvígð og smurð auðkona í kjörstöðu að hjálpa baklandi sínu að „detta í lukkupottinn.“
2 Comments on “Kvika og þögn Kristrúnar um Íslandsbanka”
þetta er nú bara kjaftæði. Hun hefur tjáð sig heilmikið um þetta mál.
Það má vel vera að þessi Kristrún opni á sér þverrifuna, enn það sem rennur upp úr henni er ekkert öðruvísi enn hjá öllum hinum kjánunum á alþingi. Ég lýsi því þannig eins og að berja saman tveimur tómum kaffibollum, algjörlega einnihaldslaust gjamm!
Þessi aðferð er kennd í 101 stjórnmálafræðinni í háskólnanum, pólitískri heilaþvottastöð ríkissins þar sem allir sauðirnir eru forritaðir til gjamma, enn alls ekki til að fara að vinna að einhverju vitrænu sem myndi þjóna samfélaginu. Við erum búin að sjá alla uppskriftina af þessu í gegnum árin frá hruni. Þetta blessaða lið passar 100% upp á það að þjóna þjófagengjunum sem mjólka samfélagið. Einn af þessum aðilum var þessi blessaði bankastjóri Íslandsbanka sem stal hundruðum milljóna í hruninu, spáið í því að hún náði að sitja á sínum skíta rassi í hvað fimmtán ár í bankanum, geri aðrir betur?