Evrópusambandið hefur samþykkt sérstakt eftirlit með blaðamönnum til geta borið kennsl á heimildarmenn þeirra samkvæmt nýju frumvarpi sem Frakkar lögðu til.
Þingmenn í Brussel samþykktu í nú vikunni heimild til að setja upp njósnahugbúnað í tölvu og síma blaðamanna sem starfa innan ESB, og er litið á slíkan búnað sem hluta af hvers kyns sakamálarannsókn, allt frá hryðjuverkum til reiðhjólaþjófnaðar.
Í síðasta mánuði gagnrýndu Frakkar tillögu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til, sem gefur blaðamönnum sérstaka friðhelgi til að hlera eða leggja hald á gögn, ef það er réttlætt með brýnni kröfu í þágu almannahagsmuna.
„Friðhelgin vekur upp spurningar,“ segir í trúnaðarskjali frá Frakklandi, sem lekið var á vefsíðu Politico Europe.
Frakkland hefur fengið stuðning við tillöguna, sem Brussel samþykkir að sé réttlætanlegt og nauðsynlegt til að ná sanngjörnu jafnvægi milli þess að vernda trúnað heimildarmanna blaðamanna, og nauðsyn þess að vernda borgara og ríkið gegn alvarlegum ógnum, hverjir sem gerendurnir kunna að vera.
The Times greinir frá.