Hrönn Sigurðardóttir er látin 44 ára

frettinInnlentLeave a Comment

Hrönn Sigurðardóttir, fitnesskona og eigandi BeFit Iceland, sem var greind með mjög sjaldgæft krabbamein í maí á síðasta ári er látin. Eiginmaður hennar Sæmundur Bæringsson tilkynnti þetta nú í morgun.

„Ástkær eiginkona mín Hrönn Sigurðardóttir er látin einungis 44 ára gömul eftir gríðarlega erfiða baráttu við íllvigt krabbamein. Hún barðist eins og ljón fram á síðustu stundu eins og henni var einni lagið en gat ekki meir.“

Hrönn var nýlega í ítarlegu viðtali hjá DV þar sem hún sagði sögu sína. Hún sagði mikinn seinagang hafa verið í heilbrigðiskerfinu áður en hún fékk að vita um veikindin. Hún var í fyrstu send heim og sögð vera við góða heilsu. Í maí 2022 varð hún síðan fyrir miklu áfalli þegar hún greindist með krabbamein í nýrnahettum. Fyrir þann tíma sagðist hún hafa fundið fyrir einkennum og hafi byrjað að leita sér læknishjálpar í nóvember 2021. Hrönn átti að byrja í lyfjameðferð í janúar 2023, en ákvað heldur að fara í annars konar meðferð í Danmörku.

Hrönn var fyrir stuttu flutt mjög veik út til Spánar þar sem hún átti að gangast undir stofnfrumumeðferð.

Hrönn lætur eftir sig fjögur börn.

Fréttin sendir aðstandendum Hrannar innilegar samúðarkveðjur.

Skildu eftir skilaboð