Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður, greinir frá því á fésbókarsíðu sinn að Stellu Assange, eignkonu Julians Assange, hefið verið boðið á einkafund með páfanum í morgun. Litlu strákunum þeirra, Max og Gabriel, var boðið með.
„Þetta eru tíðindi því þó að Francis páfi hafi ekki gefið frá sér beina stuðninsyfirlýsingu (ennþá) er hann að gefa óbeina yfirlýsingu með þessum fundi,“ skrifar Krisinn.
Kristinn bendir á að fjölmennasti trúarhópur heims sé Kristni og er Páfinn andlegur leiðtogi meira en helmings þeirra og bætir við að á sinn máta er Vatikanið valdamikið pólitískt afl sem getur haft mikil áhrif.
„Þetta reykmerki úr Páfagarði er okkur sem berjumst fyrir frelsi Julians afar mikilvægt.
Vonandi fer þetta nú að klárast. Á mánudag heldur Julian upp á fimmta afmælisdag sinn í bresku öryggisfangelsi, ódæmdur en sakaður um blaðamennsku.“
„Þið megið gjarnan vera reið. Ég er það,“ skrifar Kristinn að lokum.