Erfðabreytt skordýr í unnum matvælum – er áhættan vísvitandi?

frettinInnlentLeave a Comment

Kla.tv skrifar:

Okkur hefur beinlínis verið sýnt í fjölmiðlum undanfarna mánuði að skordýr séu, í orðsins fyllstu merkingu, hin huggulegasta máltíð. Hvernig til þessarar skyndilega hugarfarsbreytingar í fjölmiðlum kom hefur okkur þegar verið bent á í skjalinu „Skordýr í matinn", sem og áhættuna og aukaverkanir skordýraáts. Hér leynist hins vegar stærri hætta.

Líf- og erfðatækni eru af mörgum talin lykillinn að lausn grundvallarvandamála matvælaöflunar og lýðheilsu. Sem er að miklu leyti vegna almennrar fjölmiðlaumfjöllunar í dag sem lofar okkur ódýrum mat og nýjum lyfjum. Umfjöllun var áður mun fjölbreyttari. Árið 1999 varaði Bayrischer Rundfunk við öfgafullum afleiðingum erfðabreyttra matvæla og óprúttnum brögðum líftækniiðnaðarins með heimildarmyndinni „Gekaufte Wahrheit" (Ísl: keyptur sannleikur).

Meðal annars var birt hneykslanleg meðferð á Árpád Pusztai prófessor. Í fóðurrannsókn óháð hagsmunum framleiðanda sýndi Pusztai að neysla á erfðabreyttum kartöflum leiddi til 36 marktækra líffærabreytinga í rottum eftir 10 daga. Tveimur dögum eftir birtingu var hann rekinn og neyddur til samnings um að stangast ekki lengur á við fullyrðingar líftækniiðnaðarins. Þessi öfgaviðbrögð eru möguleg vegna þess að sérhverjum vísindamanni sem rannsakar á þessu sviði er greitt beint eða óbeint frá þessum fyrirtækjum - með þeim afleiðingum að óháð eftirlit er nánast ekki til. Allar gagnrýnisraddir verða þaggaðar niður.

Á þeim 20 árum síðan þá hafa vald og möguleikar þessa netverks aukist verulega. Þetta staðfestist nýlega með leyfisveitingu fyrir fleiri skordýr í matvælum. Nauðsynlegra gagna sem krafist var fyrir þetta voru ekki rannsökuð af leyfisskrifstofunni heldur lögð fram af fyrirtækjum. Þegar upp er staðið þjóna allar reglugerðir aðeins þeim tilgangi að forða áhrifamiklum fyrirtækjum og stofnunum frá óvelkominni samkeppni. Þær koma í veg fyrir að upp komist um vélarbrögð þeirra svo neytendur lifi tálsýn um öryggi sitt, svo þeim verði ekki órótt. Hér á eftir útskýrum við í stuttu máli hvernig núverandi erfðatæknivalkostir virka og stillum upp þeim möguleikum tækninnar sem gjarnan eru fjallað um, gegn áhættunni:

Erfðatækni - hvað er nú það eiginlega?

Í þúsundir ára hefur plöntur og dýr verið ræktuð samkvæmt erfðalögmálum til að efla ákveðna eiginleika og draga úr óæskilegum eiginleikum með þessu ræktunarvali.
Fyrir vikið voru til dæmis ræktuð jurtayrki eða dýr með meiri fallþunga á náttúrulegan hátt. Í erfðatækni eru gripið inn í erfðamengið og lífefnafræðileg eftirlitsferli lifandi vera með líftæknilegum ferlum. Þetta felur í sér breytingu og nýja samsetningu DNA raða í tilraunaglasinu sem og í lifandi lífverum. Þessi lífverkfræði kemur EKKI fyrir í náttúrunni.

Ferlar og vörur í erfðatækni

DNA lifandi veru eru byggingarleiðbeiningar sem stjórna þróun, starfsemi og æxlun lífverunnar. Að breyta hlutum þessara byggingarleiðbeininga breytir einnig ákveðnum eiginleikum og eiginleikum verunnar. Plöntum var fyrst breytt á þennan hátt á áttunda áratugnum. Fyrsta erfðabreytta músin fæddist árið 1974.
Flavr Savr tómaturinn var fyrsti erfðabreytti maturinn sem kom á markað árið 1994. Í þessum „illkremjanlega" tómat var með erfðabreytingu hægt á rotnunarferlinu svo hann lítur ferskari út 14 dögum lengur. Algengustu erfðabreyttu plönturnar í dag eru maís og sojabaunir sem eru ónæmar fyrir úða tiltekinna framleiðenda. Erfðabreyttar örverur, eins og erfðabreytt ger og ilmefni, hafa fundist í unnum matvælum í mörg ár. Í læknisfræði eru hormón og sum lyf framleidd með erfðabreyttum lífverum.

Í millitíðinni hefur þemanu vaxið fiskur um hrygg. Áður fyrr voru inngrip í erfðatækni mjög dýr, flókin og tímafrek. Það breyttist skyndilega með nýrri tækni við klippingu erfðamengis, sem er einnig kölluð erfðamengisskurðaðgerð. Notuð eru tilbúin ensím sem þekkja óæskilega DNA röð, skera hana út og splæsa saman nýrri DNA röð. Þetta er síðan fellt inn í gegnum náttúrulega viðgerðarferlið í stað þess upprunalega. Vinsælustu aðferðirnar við þetta eru CRISPR (Clustered Regularly Interspaced Short Palindromic Repeats), Zinc Finger Nucleases (ZFN) og TALENs (Transcription Activator-like Effector Nucleases).

Þessar aðferðir gera nánast hvaða rannsóknarstofu sem er, kleift að keyra erfðatæknitilraunir á nokkrum vikum fyrir nokkur hundruð dollara. Þróunin er sambærileg við það frá fyrstu tölvunni sem enn fyllti heilt hús, upp í snjallsíma nútímans fyrir alla.

Áhættur og almenn viðurkenning þjóðarinnar

Vegna hugsanlegrar heilsufarsáhættu hafna margir neytendur erfðabreyttum matvælum. Skortur á rökstuddum vísindarannsóknum og bælingu á áhyggjuvaldandi fréttum - eins og í tilvikinu sem lýst er hér að ofan með líffæraskemmdum af völdum erfðabreyttra kartaflna - staðfestir að þessar áhyggjur eru meira en réttlætanlegar.
Einnig finnst mörgum af siðferðilegum ástæðum óviðunandi að vísindamenn leiki Guð og trufli sköpunina á þennan hátt. Það kann að hljóma jákvætt í fyrstu að erfðabreytingar eigi að gera ný lyf möguleg, en það leysir ekki upprunalega vandamálið. Til dæmis hefur komið fram að krabbameinstilfelli fer stórfjölgandi vegna umhverfisáhrifa okkar og lífsstíls. Úrræði væri miklu skynsamlegra hér en að reyna að leyna vandamálum eftir á. Fyrirtækin sem í hlut eiga hafa að sjálfsögðu engan áhuga á þessu enda raka þau inn höfðinglegum gróða.

Það verður enn erfiðara þegar svokölluð genadrifstækni er notuð til að túrbó-virkja dreifingu. Í stað þess að gen berist til 50% afkvæma eins og venjulega er, tryggir genadrif 100%. Þetta er þegar notað í dag, fyrst og fremst með geri og skordýrum. Með þeim afleiðingum að náttúrlega tegundin getur verið algerlega bæld niður af tegundinni sem skapast með erfðafræðilegri meðferð. Þessi möguleiki á þjóðarmorði opnar dyrnar fyrir misbeitingu valds - sem er ekki atburðarás úr vísindaskáldskap heldur er þegar stunduð.

Framhjá rannsóknarbanni

Skyldi vísindamaður sækja um fé svo að komandi kynslóðir fólks gætu aðeins eignast afkvæmi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum yrðu lætin í fjölmiðlum mikil. Hins vegar, væru þessar rannsóknir faldar á bak við það háleita markmið að útrýma malaríu, beinbruna eða gulusótt, þá fær það margfalda fjármögnun. Þannig hafa vísindamenn gert tilraunir í mörg ár með moskítóflugur sem dreifa þessum sjúkdómum. Með því að erfðabreyta þeim verða komandi kynslóðir kvenkyns moskítóflugna ófrjóar og sjúkdómurinn deyr út með þeim. Þetta er þó ekki bara rannsakað á rannsóknarstofunni, það er líka stundað í vettvangsrannsóknum. Svipað og með kórónubólusetninguna gefa vísindamennirnir þá tilfinningu að bæði tæknin og notkun hennar sé örugg og laus við aukaverkanir - en það er langt frá því að vera raunin! Þvert á móti.

Pandóruboxið er opnað

Breska líftæknifyrirtækið Oxitec sleppti meira en 12 milljónum erfðabreyttra moskítóflugna í Brasilíu á árunum 2013 til 2015 til að hefta stofn mýflugunnar Aedes aegypti sem ber gulsótt. Að áliti vísindamannanna hefðu moskítóflugurnar og afkvæmi þeirra átt að deyja án frekari fjölgunar við villtu stofnana. Alveg óvænt varð það að veruleika sem að sögn vísindamannanna væri ómögulegt: 30 mánuðum síðar greindist genabreytingin einnig í allt að 60% af moskítóflugum á staðnum. En ekki nóg með það, sú minnkun stofnsins um 90% sem stefnt var að og var náð í upphafi, komst í fyrra horf eftir 18 mánuði.

Tilraunin skaut ekki aðeins framhjá markmiði sínu heldur dreifði erfðabreytingunni einnig óstjórnlega. Með þeim ófyrirsjáanlegum afleiðingum að „nýja sköpunin" er enn seigari og hættulegri. Afleiðingar slíkra tilrauna hafa ekki verið rannsakaðar vegna þess haldlitla rökstuðnings að tækni þeirra sé 100 prósent banvæn fyrir kvenkyns afkvæmi. Tilgáta sem reyndist röng - en leiddi samt ekki til þess að þessum óábyrgu tilraunum var hætt. Auk Brasilíu hefur erfðabreyttum moskítóflugum einnig verið sleppt í Panama, Malasíu og Cayman-eyjum, þrátt fyrir óhugnarlegar niðurstöður. Í Bandaríkjunum hefur erfðabreyttu moskítóflugunum nú verið sleppt í Flórída og Kaliforníu, þó að sýkillinn finnist ekki í moskítóstofnum Kaliforníu. Í New York var tígulbaksmýflugunni (Plutella xylostella) erfðabreyttri af líftæknifyrirtækinu Oxitec, verið prófuð í vettvangsrannsóknum og erfðabreytta rauða bómullarbolminum (Pectinophora gossypiella) í Arizona.

Erfðatækni? NEI TAKK!

Hingað til hafa engar vel ígrundaðar, óháðar rannsóknir verið gerðar á áhættu og langtímaáhrifum erfðabreyttra matvæla fyrir neytendur. Ekki heldur hvernig erfðabreyttu plönturnar og dýrin hafa áhrif á gróður og dýralíf. Sumir kunna að mótmæla því að áður hafi verið tekið eftir þessu. En mörgum sjúkdómum fjölgar gríðarlega, eins og ofnæmi og krabbameini - hver getur útilokað með vissu að þetta tengist ekki erfðabreyttu vörunum? ENGINN!

Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður ætti í varúðarskyni að hafna erfðabreyttum matvælum, rétt eins og rannsóknum á plöntum og dýrum. Sérstaklega þótt það sé geðklofið þegar að mati Evrópudómstólsins byggingarframkvæmdir megi ekki einu sinni hafa áhrif á yfirgefna hagahamstraholu, á sama tíma og milljónir af rannsóknarfé séu settar í tækni eins og genadrif sem getur leitt til þjóðarmorðs heillar tegundar og frekari afleiðingar þess séu óþekktar.

Skordýrin sem nú eru auglýst til neyslu ein og sér og matvæli sem eru tilbúin úr þeim innihalda nú þegar ófyrirsjáanlega áhættu. Það er ekki hægt að útiloka hvaða afleidda tjón og kostnað við munum þurfa að takast á við eftir 10 eða 20 ár ef jafnvel skordýrin verða erfðabreytt. Sem er alveg líklegt ef við bregðumst ekki við af festu. Áhrifamikil stofnanir eins og World Economic Forum (WEF) hans Klaus Schwab og milljarðamæringar eins og Bill Gates stuðla að bæði erfðatækni og neyslu skordýra.

Hvort tveggja er hluti af framkvæmd Transhumanism Agenda 2030 þeirra.
Svo að við getum enn fengið óerfðabreyttan mat á morgun þarf hvert og eitt okkar að taka afstöðu. Sem neytandi í matvöruverslun og sem gagnrýninn borgari í samtali við pólitíska fulltrúa. Því meira sem fólk segir ákveðið NEI hér, því meiri eru möguleikar okkar. Svo endilega láttu vini þína og kunningja vita um þetta.

Hér má horfa á þátt á Íslensku úr greininni á sjónvarpstöðinni Kla.tv

Skildu eftir skilaboð