Að uppnefna forsetaframbjóðanda

frettinErlent, Krossgötur, Svala Magnea Ásdísardóttir13 Comments

Eftir Svölu Magneu Ásdísardóttir:

Á dögunum átti sér stað sögulegt viðtal við forsetaframbjóðandann Robert Kennedy Jr í einum vinsælasta hlaðvarpsþættinum í heiminum; „The Joe Rogan Experience“. Hlaðvarpið, sem hefur gefið út yfir 2000 þætti á 13 árum, er í efsta sæti á vinsældarlista Spotify í flestum enskumælandi löndum og í topp fimm á Norðurlöndunum. En þrátt fyrir gríðarlegt áhorf og vægast sagt sjokkerandi uppljóstranir af hálfu RFK Jr þá hafa nær engar meginstraumsfréttaveitur tekið það að sér að fjalla um viðtalið eða að rýna í uppljóstranirnar af einhverri alvöru.

Í þættinum lagði RFK Jr öll spilin á borðið og sagði sögu sína frá upphafi. Svo virðist sem hann hafi viljað mæta ásökunum um að hann sé „samsærissinni“ með því að bjóða hlustendum að rekja söguna sjálfir með vísan í gögn og beinar heimildir.

RFK Jr naut mikilla vinsælda og var með óflekkað mannorð þegar hann beitti sér fyrir því að hreinsa menguð stöðuvötn í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Hann greinir frá því í viðtalinu þegar honum tókst að hreinsa Hudson-fljótið sem var svo mengað sumstaðar að hægt var að kveikja eld á yfirborði þess. Í kjölfarið stefndi hann verksmiðjum sem höfðu losað eitraðan úrgang í vatnið og fór með sigur af hólmi í alls 16 málaferlum. Í dag á hann heiðurinn af stofnun stærstu alþjóðasamtaka heims gegn vatnsmengun; „The Waterkeepers Alliance“.

Þá vann hann sögulegan sigur árið 2018 í málaferli gagnvart Monsanto og RoundUp illgreseseyði vegna krabbameinsvaldandi eiginleika þeirra.

Kennedy-fjölskyldan hefur í gegnum tíðina haft orð á sér um að vera réttsýnt, alþýðulegt og friðelskandi fólk, sem einhver ólukka virðist hvíla yfir en RFK Jr er sonur Roberts Kennedy, sem var myrtur árið 1968. Sömu örlög hlaut einn ástsælasti forseti allra tíma í Bandaríkjunum árið 1963, John F. Kennedy, sem var föðurbróðir RFK Jr.

RFK Jr er lögfræðingur og greinir frá því í viðtalinu að í málaferlum gerist hann nokkurskonar sérfræðingur í málaflokkunum sem hann er að beita sér fyrir til að geta höfðað mál og unnið þau fyrir rétti. Hann segist hafa verið málsvari einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegum skaða af völdum bóluefna og unnið þau mál fyrir rétti. Það hafi m.a. orðið til þess að hann hafi fengið uppnefnið „anti-vaxer“ eða eins og sagt er í íslenskum fjölmiðlum „andstæðingur bóluefna“. Þetta þvertekur RFK Jr að hann hafi verið í upphafi feril síns. Öll hans börn séu bólusett bak og fyrir. En hann bendir þó á að þegar börnin hans voru lítil fengu þau mun færri sprautur en ungbörn eru að fá í dag og að hann hafi vissulega miklar áhyggjur af þróuninni og efasemdir um hana.

Það ætti að vera orðið ljóst í dag að stimpillinn „samsærissinni“ er í mörgum tilvikum notaður sem niðurlægjandi skammaryrði til að stýra áliti fólks á einstaklingum. Það er nóg að kynna einstaklinga til sögunnar sem „samsærissinna“ og láta óheppilega mynd, sem er viðkomandi ekki til uppdráttar, prýða fréttina til að lesendur dragi ákveðnar ályktanir og missi álit á umfjöllunarefninu. Slíkt er traust almennings á blaðamönnum. En gæti verið að pólitískir andstæðingar RFK Jr nýti sér stimpilinn til að hafa áhrif á forsetaframboð hans? Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi ef uppljóstranirnar fá hljómgrunn.

RFK Jr virðist hafa fallið í ónáð meginstraumsfjölmiðla eftir að hafa sett á laggirnar samtökin „Children’s Health Defence“ og fréttamiðilinn „The Defender“ sem greinir stundum frá aukaverkunum af völdum lyfja og bóluefna. Fátt er um jákvæða umfjöllun um framboð hans til forsetaembættisins, en hinsvegar er mikið um lágkúrulegan fréttafluttning og tilraunir til mannorðsmorðs.

Í staðinn fyrir að rýna í upplýsingarnar sem RFK Jr er að veita er reynt að gera lítið úr honum, eins og Dr Peter Hotez reyndi að gera í nýjustu aðförinni sinni. 

RFK Jr segist ekki hafa neitt að fela og hefur skorað Dr Peter Hotez ítrekað á hólm að mæta sér í rökræðum til að hrekja meintar missagnir en hann hefur ekki orðið við þeim áskorunum.
Þessi skortur á málefnalegri umfjöllun bitnar auðvitað á almenningi sem fær ekki möguleikann á að afla sér nægilegar upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. RFK Jr segist standa og falla með sannleikanum og að eitt fyrsta verkefnið sem hann muni hrinda í framkvæmd, verði hann forseti, sé að leggja niður málsókn á hendur Julian Assange.

Í viðtalinu fór Robert Kennedy Jr yfir feril sinn sem umhverfisverndarsinni og núna forsetaframbjóðandi.

Hann hefur nýtt sér aðgengi sitt að stjórnsýslunni, vegna fjölskyldutengsla, til að ræða beint við valdhafa og fara yfir rannsóknir og skjöl. Það var í þessu óeigingjarna starfi sem hann uppgötvaði skelfilega og siðlausa misbeitingu á valdi á mörgum sviðum embættisyfirvalda. Hann hefur skrifað ótal bækur um uppljóstranirnar, hin nýjasta í röðinni „The Real Anthony Fauci“ en hefur ekki verið kærður fyrir meiðyrði, þrátt fyrir að bækurnar hafa toppað metsölulista. Hann nefnir þó í viðtalinu að hann sé meðvitaður um áhættuna sem hann er að taka og að hann gæti hlotið sömu örlög og faðir hans og frændi; RFK og JFK, sem voru myrtir á dularfullan hátt.

Þrátt fyrir að vera með krónískan skaða á raddböndunum er Robert Kennedy Jr. ein sterkasta röddin í Bandaríkjunum, og í heiminum, í dag sem talar fyrir lýðræði, gagnsæi, málfrelsi, mannréttindi og lýðheilsu. Röddin hans þarf að heyrast og hann hefur frá mörgu að segja.

Þriggja klukkutíma viðtal á Joe Rogan Experience var eflaust ekki nógu langt.

Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni hér neðar:

Greinin birtist fyrst á Krossgötur 01.07.2023

13 Comments on “Að uppnefna forsetaframbjóðanda”

  1. Vonandi verður RFK næsti forseti US en það eru meiri líkur á að geymverur lendi á forsetalóðinni, þá er ég ekki að tala um forsetalóðini hjá skoffíninu Guðna.

  2. Hann verður aldrei forseti, Trump verður næsti forseti því miður…

  3. RFK Jr virðist allt í lagi enn ég veit ekki hvort ég get treyst neinum demókrata eftir allt kjaftæðið sem þeir hafa framið. kannski eftir að trump verður forseti um 2028 enn hver veit

  4. Sannleikurinn, af hverju segir því miður verði Trump næsti forseti Bandaríkjanna?
    Það væri ágætt að fá útskýringu með rökum frá þér?

    Ég er svo sem enginn serstakur aðdáandi Donal Trump enn ef ég ætti að velja forseta í Bandaríkjunum myndi ég velja Donald Trump allan dagin í stað Joe Biden. Ég held að Donal Trump hafi staðið sig mun betur enn flestir forverar hans nánast frá seinna stríði, þvílíkir einræðisherrar sem hafa verið við völd í Bandaríkjunum að það er leitun að öðru eins.

  5. Sammála Sannleikanum að því miður verður Trump líklega aftur forseti BNA, það er fátt um fína drætti í framboði núna og hann á góðan séns í þetta. Trump er eins og fíll í póstulínsbúri í diplomaiskum lausnum og það er hættulegt eins og landslagið er í heiminum núna.

  6. Hjörtur Þröstur,

    Endilega komdu með lýsinguna á Trump sem þú kallar fíl í postulínsbúri?
    maður sér mörg svona innihaldslaus komment frá fólki á Íslandi sem eru byggð á engum rökum

    Ég er nokkuð viss um að fóbían og hatrið á trump hafi verið búið til í fjölmiðlum sem virkar mjög vel í íslendingin sem er alla jafna fáfróður og skertur af sjálfstæðum skoðunum sem endurspeglast í til dæmis umræðunni um Úkraínustríðið.

    Donal Trump er mun hættuminni enn glóbalistaliðið með einræðisherran Joe Biden í fararbroddi ásamt þjóðarleiðtogum vestur Evrópu, þetta er hyskið sem er á góðri leið með að tortíma heiminum!

    Ég tel að það hafi verið snjöll ákvörðun hjá Trump að loka landamærum Mexikó og Bandaríkjanna fyrir endalausum straumi fólks yfir til bandaríkjanna frá Mexikó. Hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sest niður með þjóðarleiðtoga Norður kóreu og hann gerir sér líka grein fyrir því að samband Bandaríkjanna og Rússlands verður að vera gott. Þetta er maðurinn sem þú dæmir sem lélegan diplomat!

    Þér finnst kannski íslenska utanríkisráðherra pokaróttan og hyskið sem henni fylgir betri diplómatar!

    Éins ég hef sagt áður þá er ég ekkert endilega hrifinn af svona kaldrifjuðum business fólki, enn hafa ber í huga að allir forsetar Bandaríkjanna eru uppsprottnir frá kaldrifjuðum peningaöflum. Stór hluti íslendinga heldinn þeirri blindni að vestræn gildi séu það eina sem er kallað lýðræði, það er langur vegur frá því.
    Stærðsti verndarinn að vestrænu kerfi er heimska og fáfræði, við kjósum þetta hyski aftur og aftur yfir okkur!

  7. Ari þú ert alveg með þetta allt á hreinu, hvað ert þú að gera hérna svona ofvirkur í smáathugasemdum á frettin.is með alla þessa heimsins visku í þínum kolli! (sem enginn les).

  8. Hjörtur þröstur,

    Hvað er ég að gera hér, og er ég ofvirkur?
    það sem ég er gera hér er að tjá sínar skoðanir með rökum til að skapa umræðu á stað þar sem er málfrelsi.

    Það sem engin les?
    Ég get nú ekki betur séð að þú sért að lesa það sem ég er að skrifa 😉
    Ég ætla nú ekki að vera með fullyrðingar út í bláinn að að engin lesi það sem fólk er að skrifa að kommenta hér, enn það er eflaust fullt af fólki sem líkar ekki þau umræða sem er hér á Fréttin.is því hún er á skjön við hanstýrðan ritskoðaðan einstregnishátt nær allra hina fjölmiðlana.

    Takk fyrir það að segja að ég sé svona gáfaður, ég met það mikils:)
    Enn ég tel að meginatriðið sé nú meira hvað það eru margir illa lesnir um málefni heimsins og fylgja þar méð öfgastýringu stjórnmálana og fjölmiðlana í landinu, sem sagt geta ekki myndað sér ekki sjálfstæða skoðun með rökum sjálft, það er svolítið dapurt.

    Enn að öðru og því sem ég bað þig um?
    Útskýra fyrir mér og öðrum og segðu okkur svolítið meira frá því sem þú ert svo óánægður með í fari vinar okkar hans Donald Trump, nú er tækifærið fyrir þig að tjá þína visku á þessum málefnum.

  9. Valdaelítan hataði þá tilhugsun að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna og vinstri-sinnaðir fjölmiðlar ólu á því hatri frá fyrsta degi. Hann átti að setja efnahag heimsins á hausinn, hefja Þriðju Heimsstyrjöldina, allt færi á versta veg með Donald Trump við völd. En hvað gerðist, ekkert af því sem fjölmiðlar sögðu, en samt var endalaust alið á hatri á manninum. Svo hvað gerði Donald Trump sem var svona slæmt fyrir Bandaríkin?

  10. Brynjolfur,

    Ég er algjörlega sammála þér!

    Finnst þér ekki að bæði Sannleikurinn og Þröstur Hjörtur eigi að koma með útskýringu og rök fyrir því sem þeir eru að segja, þetta er vandamálið í íslensku samfélagi, fólk vill ekki eða nennir ekki að kafa ofan í hlutina sjálfstætt heldur gleypir við bullinu úr fjölmiðlunum.

    Þetta er besti brandari dagsins!
    https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-07-08-islendingar-vilja-mest-stydja-ukrainu-af-nato-thjodum-387320

    Mig langar að gubba þegar maður les þetta!

    „Hér á landi ríkir sömuleiðis mikið traust til fréttaflutnings af innrás Rússa“

  11. Þeir sem hatast við Donald Trump rökstyðja aldrei málstað sinn, það er einungis talað illa um manninn. Af hverju er það? Valdaelítan vill halda völdum, og þeir elska Joe Biden sem dansar eftir þeirra höfði. Á enn eftir að heyra hvað Donald Trump gerði sem var svo skelfilegt fyrir Bandaríkin.

Skildu eftir skilaboð