Systursamtök Samtakanna 22 unnu mikilvægt mál fyrir dómstólum í Bretlandi

frettinErlent, Hinsegin málefniLeave a Comment

Systursamtök Samtakanna 22 í  Bretlandi, LGB Alliance, unnu mikilvægt mál fyrir dómstólum í Bretlandi nú í morgun.

Mermaids, sem er félag foreldra barna sem er talin trú um að þau séu trans, höfðuðu mál gegn Breska góðgerðaeftirlitinu (Charity Commissioner).

Markmiðið með lögsókninni var að svipta bresku samtökunum stöðu góðgerðafélags til þess að reyna að stimpla þau sem haturssamtök.

Samtökin 22 sendu frá sér yfirlýsingu á Facebook vegg sínum í kjölfarið af fréttunum:

„Systursamtök okkar í Bretlandi, LGB Alliance, unnu dómsmál rétt í þessu, sem var höfðað af Mermaids. Mermaids er félag foreldra og svokallaðra transbarna sem hafa verið viðriðin hvert hneykslismálið af fæti öðru undanfarin ár, allt frá óeðlilegum afskiptum af verkferlum í heilbrigðisþjónustu til aðild starfsmanna að samkomum og stuðningi við barnaníðshringa.

Markmiðið með málshöfðuninni var að svipta félagið Charity Status (veru á Almannaheillaskrá Bretlands) til þess að reyna að stimpla félagið sem haturssamtök.

Aktívismi á ekki að vera byggður á óheiðarlegum grunni eins og er orðið normið í svokölluðum ,,hinsegin" aktívisma.

Við vonum svo sannarlega að fólk fari að opna augun, hlusta betur og HUGSA SJÁLFSTÆTT þegar kemur að þessum málefnum.

Dagurinn í dag er stórsigur fyrir samkynhneigða.

Dagurinn í dag er líka mikilvægt skref í rétta átt er varðar barnavernd, því börn sem falla ekki að úreltum staðalímyndum um kyn þurfa frið til þess að fá að vaxa og dafna.

Það er skilyrðislaus mannréttindi hvers og eins að fá að fara í gegnum náttúrulegan kynþroska.

Þessi mannréttindi eru fótum troðin á Íslandi.“

Fréttin hefur áður fjallað um Mermaids samtökin og má lesa nánar um það hér.

Skildu eftir skilaboð