Ríkisstjórn Hollands er fallin vegna ágreinings á milli samstarfsflokka um stefnu í málefnum hælisleitenda.
Stjórnmálaflokkarnir fjórir sem mynduðu ríkisstjórnina komust ekki að samkomulagi í viðræðum sem forsætisráðherrann Mark Rutte boðaði til.
Ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmlega fjórum árum en flokkarnir hafa verið á öndverðum meiði varðandi málefni flóttamanna um nokkurt skeið. Talið er að líklegt að boðað verði til kosninga í haust.
Forsætisráðuneytið hefur enn ekki staðfest fall ríkisstjórnarinnar, en forsætisráðherrann gaf út tilkynningu fyrr í kvöld, um að hann myndi ræða við blaðamenn í kjölfar neyðarfundar ríkisstjórnarinnar um klukkan hálf tíu að staðartíma.