Ólafur Ögmundsson er látinn

frettinInnlendar4 Comments

Ólafur Snævar Ögmundsson er látinn 79 ára að aldri. Fréttin fjallaði um þrautagöngu Ólafs eftir að Alma leigufélag sagði upp leigunni í byrjun maí og var honum og syni hans gert að yfirgefa íbúðina. Alma leigufélag framkvæmdi útburðinn með aðstoð sýslumanns og lögreglu eins og mörgum er kunnugt um og fjallað var um málið í ýmsum fjölmiðlum í kjölfarið.

Heilsu Ólafs hrakaði mikið eftir útburðinn, öryggisleysið og kvíðinn sem fylgdi húsnæðisleysinu olli því að Ólafur fór að finna fyrir hjartaflökti og missti einnig heyrnina um tíma, og líkamlegt ástand Ólafs fór mjög niður á við.

Fréttin fylgdi málinu eftir og fór og hitti þá feðga um mánuði eftir útburðinn, en þá höfðu þeir víðast hvar komið að lokuðum dyrum hjá hinu opinbera, en var bent á Gistiskýlið. Eins og flestir vita þá er Gistskýlið neyðarúrræði fyrir heimlilislaust fólk, þar er mikil neysla og þykir ekki ákjósanlegur staður fyrir gamalmenni eða fólk sem bundið er við hjólastól.

Ólafur Snævar Ögmundsson

Feðgarnir náðu um tíma að leigja hjólhýsi sem þeir fengu að hafa í garði systur Ólafs á Eyrarbakka. Hjólhýsið kostaði 9.500 kr. á dag og var því of dýrt, eða um 300 þúsund krónur mánuðurinn, sem er hærra leiguverð en lítil íbúð í Reykjavík. Þegar blaðamaður náði svo í Ólaf í síðustu viku þá höfðu feðgarnir enn engan samastað og sagði Ólafur þá engan annan kost en að gista í bílnum sem staðsettur var þá í Heiðmörk.

Áður en feðgarnir fóru í Heiðmörk til að gista, þá náði Ólafur að leigja lítið herbergi í nokkra daga á Hótel Cabin í Borgartúni fyrir pening sem safnaðist eftir að Fréttin sendi út neyðarkall til almennings. Alls söfnuðust 120 þúsund kr. sem Ólafur var mjög þakklátur fyrir. Ólafur varð svo því miður fyrir því óhappi að hann hrasaði um teppi sem var staðsett fyrir utan lyftuna. Ólafur féll við það og þríbraut á sér ökklann og átti hann að fara í aðgerð á Landspítalanum á næstu dögum.

Í framhaldinu hrakaði heilsu Ólafs mjög og var hann á endanum lagður inn á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést í gær.

Þegar blaðamaður heyrði í Ólafi í síðustu viku sagðist hann ekki óska neins annars en að sonur hans Auðunn Snævar Ólafsson kæmist á öruggan stað og fengi varanlegt húsnæði. Auðunn er sem stendur á biðlista hjá Brynju leigufélagi, en alls er óvíst hversu lengi hann þarf að bíða.

Fréttin náði tali af Auðunni fyrr í dag þar sem hann dvelur enn í bílnum og á í engin hús að venda. Auðunn er því á götunni og bjargarlaus. Mikilvægt er að Auðunn komist í sértækt úrræði sem allra fyrst.

Ólafur Snævar lætur eftir sig fimm börn, 12 barnabörn og eitt langafabarn.

Fréttin sendir fjölskyldu að aðstandendum Ólafs innilegar samúðarkveðjur.

Hér neðar er hægt að sjá viðtal sem tekið var við feðgana fyrir um mánuði síðan.


4 Comments on “Ólafur Ögmundsson er látinn”

  1. Þetta er svo ótrúlega ógeðslegt þjóðfélag rekið áfram á óseðjandi græðgi moldríkra leigufélaga sem hagnast um milljarða á hverju ári á hækkun eigna og okur leigu þar sem hver króna er murkuð út úr báfátækum öryrkjum og þeim sem minna mega sín. Skora á að þetta leigufélag verði ofsótt eftir öllum leiðum og vona innilega að það neyðist til að hætta starfsemi og selja eignirnar á bruna útsölu.

  2. Ógeðslegt þjóðfélag þar sem bestu þegnunum er úthýst til hrægamma á borð við þessa sem reka Alma leigukontor sem okrar og níðist á fólki, hverslag frumskógar kapítalisma ógeð er á þessum Klaka; og hælisleitendur, ekonomískir, hrúgast upp.

  3. Sorglegt, spurning hvort það geti talist eðlilegt þjóðfélag þegar húsnæðislausir koma að lokuðum dyrum hjá félagsstofnunum, nei Ísland má ekki gera þetta svona skamm skamm…

Skildu eftir skilaboð